Engar nýjar vísbendingar borist lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2024 10:14 Tuttugu til þrjátíu milljónum króna af spilakassapeningum af Videomarkaðnum í Hamraborg var stolið úr ómönnuðum sendibíl Öryggismiðstöðvarinnar þann 25. mars. Vísir/Arnar Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hamraborgarmálinu svokallaða stendur enn yfir. Engar nýjar vísbendingar eða upplýsingar hafa borist og hefur sá sem handtekinn var nokkrum vikum eftir þjófnaðinn enn einn stöðu sakbornings í málinu. Þetta segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi, í samtali við Vísi. Gunnar segir að þýfið hafi enn ekki fundist og fleiri hafi ekki verið handteknir. Þar sem rannsókn standi enn yfir hafi ekki ákæra verið gefin út gegn manninum sem handtekinn var. Tugum milljóna króna var stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í mars síðastliðnum, en visbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn maður var handtekinn skömmu eftir að málið kom upp og var honum sleppt skömmu síðar. Eftir ránið var grunur um að litaðir seðlar hefðu komist í umferð en sérstakur varnarbúnaður var í töskunum sem peningurinn var geymdur. Gerði hann það að verkum að þeir lituðust þegar taskan var opnuð. Ránið náðist á upptöku þar sem mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þá staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku að því loknu á brott. Mennirnir tóku sjö töskur úr bílnum og fundust sex þeirra í Mosfellsbæ og við Esjumela nokkru síðar. Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14 Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. 24. maí 2024 20:12 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Þetta segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi, í samtali við Vísi. Gunnar segir að þýfið hafi enn ekki fundist og fleiri hafi ekki verið handteknir. Þar sem rannsókn standi enn yfir hafi ekki ákæra verið gefin út gegn manninum sem handtekinn var. Tugum milljóna króna var stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í mars síðastliðnum, en visbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn maður var handtekinn skömmu eftir að málið kom upp og var honum sleppt skömmu síðar. Eftir ránið var grunur um að litaðir seðlar hefðu komist í umferð en sérstakur varnarbúnaður var í töskunum sem peningurinn var geymdur. Gerði hann það að verkum að þeir lituðust þegar taskan var opnuð. Ránið náðist á upptöku þar sem mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þá staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku að því loknu á brott. Mennirnir tóku sjö töskur úr bílnum og fundust sex þeirra í Mosfellsbæ og við Esjumela nokkru síðar.
Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14 Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. 24. maí 2024 20:12 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14
Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. 24. maí 2024 20:12