Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2024 21:02 Halldóra týndi saman þessi nornahár við heimili sitt í Reykjanesbæ. Hún segir hárin sitja fast og það sé ljóst að þau verði í einhvern tíma að losna við þau. Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bergrún útskýrir að nornahárin hafi myndast í flestum gosanna síðustu ár á Reykjanesi en ekki í eins miklum mæli og núna. Þau myndist helst þegar kvikustrókarnir eru háir og þeir séu það núna. Þeir hafi síðast verið það í eldgosinu í Geldingadölum í maí 2021 og þá hafi verið töluvert af nornahári. Fólk í Grindavík til dæmis hafi orðið vart við nornahárin. „Þetta er í rauninni gjóska. Kvikan sem kemur upp,“ segir Bergrún Arna. „Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og þetta myndar þessa glerjuðu þræði. Þetta er í rauninni gler,“ segir Bergrún. Hún segir glerið geta valdið skemmdum og ef það er til dæmis á bílum sé ekki gott að nudda því af heldur sé betra að blása eða skola nornahárinu af. Þá segir hún einnig gott að skola til dæmis trampólín ef það eru nornahár á þeim. Hún segir fólk líka geta meitt sig ef það heldur á miklu magni nornahára. Ekki gott að fikta í þeim „Það nornahár sem ég hef séð í þessum atburði. Þau eru í rauninni mjög þunn,“ segir hún og að hún hafi ekki meitt sig en hún ráðleggi ekki neinum að fikta í þessu. „En engin aðsteðjandi hætta og gaman að fylgjast með náttúruundrinu í stað þess að hræðast þau,“ segir Hún segir hárin mjög létt og geta borist langt. Það fari eftir veðuraðstæðum en þau geti borist töluverða vegalengd. Hún segist hafa heyrt af þessu núna á Reykjanesi og á Keflavíkurflugvelli. Hún segist sjálf hafa séð nokkuð mikið af þessu í kringum gosstöðvarnar, í um fimm eða sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. „Það brakar ekki þegar þú gengur á þessu, ekki nema það sé í það miklu magni.“ Havísk gyðja og íslensk norn Hún segir töluvert magn af nornahárum hafa myndast líka í eldgosinu í Holuhrauni 2015. Þá hafi myndast vöndlar af nornahári í vindinum sem hafi skoppað yfir sandinn. En það fari svo eftir lengd háranna hvernig ásýnd þeirra er. Halldóra Fríða er búin að spúla pallinn en enn eru hárin föst í pallinum.Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hún segir þau eflaust brotna niður á endanum. Hún hafi ekki séð mikið af nornahárum í gamalli gjósku en svo þau myndu finnast löngu eftir eldgos þurfi að varðveitast töluvert mikið af því. Varðandi nafnið á þessu fyrirbæri segir Bergrún að á ensku heiti þetta Pele´s Hair og að Pele sé gyðja eldfjallanna á Havaí en að hún viti ekki hvernig orðið nornahár kom til á íslensku. „En mér finnst þetta mjög flott orð og sérstaklega þegar þetta vöðlast svona saman og verður í rauninni eins og ljósir lokkar. Þá á þetta mjög vel við,“ segir hún. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bergrún útskýrir að nornahárin hafi myndast í flestum gosanna síðustu ár á Reykjanesi en ekki í eins miklum mæli og núna. Þau myndist helst þegar kvikustrókarnir eru háir og þeir séu það núna. Þeir hafi síðast verið það í eldgosinu í Geldingadölum í maí 2021 og þá hafi verið töluvert af nornahári. Fólk í Grindavík til dæmis hafi orðið vart við nornahárin. „Þetta er í rauninni gjóska. Kvikan sem kemur upp,“ segir Bergrún Arna. „Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og þetta myndar þessa glerjuðu þræði. Þetta er í rauninni gler,“ segir Bergrún. Hún segir glerið geta valdið skemmdum og ef það er til dæmis á bílum sé ekki gott að nudda því af heldur sé betra að blása eða skola nornahárinu af. Þá segir hún einnig gott að skola til dæmis trampólín ef það eru nornahár á þeim. Hún segir fólk líka geta meitt sig ef það heldur á miklu magni nornahára. Ekki gott að fikta í þeim „Það nornahár sem ég hef séð í þessum atburði. Þau eru í rauninni mjög þunn,“ segir hún og að hún hafi ekki meitt sig en hún ráðleggi ekki neinum að fikta í þessu. „En engin aðsteðjandi hætta og gaman að fylgjast með náttúruundrinu í stað þess að hræðast þau,“ segir Hún segir hárin mjög létt og geta borist langt. Það fari eftir veðuraðstæðum en þau geti borist töluverða vegalengd. Hún segist hafa heyrt af þessu núna á Reykjanesi og á Keflavíkurflugvelli. Hún segist sjálf hafa séð nokkuð mikið af þessu í kringum gosstöðvarnar, í um fimm eða sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. „Það brakar ekki þegar þú gengur á þessu, ekki nema það sé í það miklu magni.“ Havísk gyðja og íslensk norn Hún segir töluvert magn af nornahárum hafa myndast líka í eldgosinu í Holuhrauni 2015. Þá hafi myndast vöndlar af nornahári í vindinum sem hafi skoppað yfir sandinn. En það fari svo eftir lengd háranna hvernig ásýnd þeirra er. Halldóra Fríða er búin að spúla pallinn en enn eru hárin föst í pallinum.Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hún segir þau eflaust brotna niður á endanum. Hún hafi ekki séð mikið af nornahárum í gamalli gjósku en svo þau myndu finnast löngu eftir eldgos þurfi að varðveitast töluvert mikið af því. Varðandi nafnið á þessu fyrirbæri segir Bergrún að á ensku heiti þetta Pele´s Hair og að Pele sé gyðja eldfjallanna á Havaí en að hún viti ekki hvernig orðið nornahár kom til á íslensku. „En mér finnst þetta mjög flott orð og sérstaklega þegar þetta vöðlast svona saman og verður í rauninni eins og ljósir lokkar. Þá á þetta mjög vel við,“ segir hún.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16