Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 14:31 Davíð svarar vangaveltum Ragnhildar Öldu í viðtali á Vísi. vísir Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali á Bylgjunni í gær að miðað við áætlaðan kostnað við Borgarlínu hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu frekar en Borgarlínu. Vísir bar ummæli Ragnhildar Öldu undir Davíð Þorláksson framkvæmdastjóra Betri samgangna, fyrirtækis sem sett var á laggirnar til að annast samgönguframkvæmdir sáttmálans. „Þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var gert árið 2015 voru ýmsir möguleikar skoðaðir. Þá var tekin ákvörðun um að fara í Borgarlínu, hraðvagnakerfi á sérakreinum. Auðvitað fylgjumst við með því hvernig hlutirnir þróast, hvað tækni varðar, en á þessu stigi er engin ástæða til þess að breyta út af þessum plönum núna.“ Þumalputtaregla sé að hver kílómeter af neðanjarðarlest kosti um fimm sinnum meira en borgarlínukerfi. „Það er því alveg ljóst að það er enginn grundvöllur fyrir því að fara í neðanjarðarlestakerfi í Reykjavík. Það væri fimm sinnum dýrara að minnsta kosti, fyrir utan það að það tæki lengri tíma. Síðan eru þjónustugæðin að mörgu leyti lakari þar sem það þarf að labba lengra til að finna næstu stöð, þar sem það væru færri og dýrari stöðvar.“ Hann ítrekar að níu ár séu liðin frá því að ákveðið hafi verið að hefja Borgarlínuverkefnið. „Það er í raun bara leiðinlegt að við séum ekki komin lengra með verkefnið.“ „Nú förum við á fullt“ Uppfærður samgöngusáttmáli var kynntur fyrr í mánuðinum. Þar voru óbreytt Borgarlínuáform en áætlun framlengd til ársins 2040. Kostnaður við sáttmálann í heild er 311 milljarðar króna. „Það er því búið að endurnýja verkefnið með uppfærðum sáttmála og nú bara förum við á fullt og bjóðum út fyllingar vegna Fossvogsbrúarinnar, sem er svona fyrsta stóra Borgarlínuframkvæmdin.“ Kostnaðurinn við framkvæmdirnar sé réttlætanlegur. „Alveg klárlega. Það var gerð arðsemisgreining á þessum nýju kostnaðartölum sáttmálans sem sýnir að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í sáttmálanum, koma þrjár og hálf króna til baka. Kostnaðartölur hafa aukist, bæði hefur verðlag hækkað mikið en svo voru framkvæmdir stutt á veg komnar en núna höfum við áreiðanlegri tölur en árið 2019.“ Umrædda arðsemisgreiningu má nálgast í kafla fjögur í uppfærðum sáttmála. Erfitt að fylgja þræði Ragnhildur Alda nefndi fleiri möguleika líkt og „létta borgarlínu“ sem væri ódýrari og til hliðar við aðra umferð, ekki í miðjunni. „Annars vegar er verið að tala um að fara í fimm sinnum dýrari lausnir og hins vegar að fara í ódýrari lausn, þannig það getur verið erfitt að fylgja þræði í þessu,“ segir Davíð og heldur áfram: „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu óskuðu eftir umsögn um þennan kost og við fórum vel yfir þetta. Umsögn okkar útskýrir vel hvers vegna létta borgarlínan gengur ekki. Hún snýst um að gera fleiri sérakreinar fyrir Strætó í kanti, sem búið er að gera í dag og hefur skilað takmörkuðum árangri. Það breytir því ekki að víða er Strætó bara víða fastur með umferðinni. Það er lykilatriði að fá sérrými fyrir borgarlínuna, til þess að það sé kostur að nota Borgarlínuna gagnvart bílnum.“ Umsögnina sem Davíð vísar til má nálgast hér. Samgöngur Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali á Bylgjunni í gær að miðað við áætlaðan kostnað við Borgarlínu hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu frekar en Borgarlínu. Vísir bar ummæli Ragnhildar Öldu undir Davíð Þorláksson framkvæmdastjóra Betri samgangna, fyrirtækis sem sett var á laggirnar til að annast samgönguframkvæmdir sáttmálans. „Þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var gert árið 2015 voru ýmsir möguleikar skoðaðir. Þá var tekin ákvörðun um að fara í Borgarlínu, hraðvagnakerfi á sérakreinum. Auðvitað fylgjumst við með því hvernig hlutirnir þróast, hvað tækni varðar, en á þessu stigi er engin ástæða til þess að breyta út af þessum plönum núna.“ Þumalputtaregla sé að hver kílómeter af neðanjarðarlest kosti um fimm sinnum meira en borgarlínukerfi. „Það er því alveg ljóst að það er enginn grundvöllur fyrir því að fara í neðanjarðarlestakerfi í Reykjavík. Það væri fimm sinnum dýrara að minnsta kosti, fyrir utan það að það tæki lengri tíma. Síðan eru þjónustugæðin að mörgu leyti lakari þar sem það þarf að labba lengra til að finna næstu stöð, þar sem það væru færri og dýrari stöðvar.“ Hann ítrekar að níu ár séu liðin frá því að ákveðið hafi verið að hefja Borgarlínuverkefnið. „Það er í raun bara leiðinlegt að við séum ekki komin lengra með verkefnið.“ „Nú förum við á fullt“ Uppfærður samgöngusáttmáli var kynntur fyrr í mánuðinum. Þar voru óbreytt Borgarlínuáform en áætlun framlengd til ársins 2040. Kostnaður við sáttmálann í heild er 311 milljarðar króna. „Það er því búið að endurnýja verkefnið með uppfærðum sáttmála og nú bara förum við á fullt og bjóðum út fyllingar vegna Fossvogsbrúarinnar, sem er svona fyrsta stóra Borgarlínuframkvæmdin.“ Kostnaðurinn við framkvæmdirnar sé réttlætanlegur. „Alveg klárlega. Það var gerð arðsemisgreining á þessum nýju kostnaðartölum sáttmálans sem sýnir að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í sáttmálanum, koma þrjár og hálf króna til baka. Kostnaðartölur hafa aukist, bæði hefur verðlag hækkað mikið en svo voru framkvæmdir stutt á veg komnar en núna höfum við áreiðanlegri tölur en árið 2019.“ Umrædda arðsemisgreiningu má nálgast í kafla fjögur í uppfærðum sáttmála. Erfitt að fylgja þræði Ragnhildur Alda nefndi fleiri möguleika líkt og „létta borgarlínu“ sem væri ódýrari og til hliðar við aðra umferð, ekki í miðjunni. „Annars vegar er verið að tala um að fara í fimm sinnum dýrari lausnir og hins vegar að fara í ódýrari lausn, þannig það getur verið erfitt að fylgja þræði í þessu,“ segir Davíð og heldur áfram: „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu óskuðu eftir umsögn um þennan kost og við fórum vel yfir þetta. Umsögn okkar útskýrir vel hvers vegna létta borgarlínan gengur ekki. Hún snýst um að gera fleiri sérakreinar fyrir Strætó í kanti, sem búið er að gera í dag og hefur skilað takmörkuðum árangri. Það breytir því ekki að víða er Strætó bara víða fastur með umferðinni. Það er lykilatriði að fá sérrými fyrir borgarlínuna, til þess að það sé kostur að nota Borgarlínuna gagnvart bílnum.“ Umsögnina sem Davíð vísar til má nálgast hér.
Samgöngur Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira