Flókið púsluspil gekk upp og fjölskyldan fór til Síle Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2024 12:31 Fjölskyldan saman í miðbær Santiago, höfuðborg Chile. Fréttastjórinn Kolbeinn Tumi Daðason ákvað að skella sér í tvo mánuði með börnunum sínum tveimur til Síle í janúar og febrúar á þessu ári. Börnin voru bæði í fjarnámi og hann í fjarvinnu frá störfum sínum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sindri Sindrason ræddi við Tuma í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta var algjör draumur. Þetta byrjaði í október í fyrra þegar það er íslenskur tannlæknir sem býr í Síle sem setur facebookfærslu inn í Vesturbæjarhópinn á Facebook. Og við búum hérna í Vesturbænum. Hún er að auglýsa eftir húsaskiptum,“ segir Tumi en konan bauð Íslendingum að búa í Síle í staðinn fyrir húsaskipti hér á landi. Leit ekki vel út í byrjun „Fyrst leit ekkert út að þetta myndi ganga upp, því það þarf ýmislegt að ganga upp. Til dæmis þarf maður að hafa hús til að skipta og konan mín er bara í þannig starfi að það var mjög fljótt ljóst að hún gæti ekki komið út,“ segir Tumi sem er í sambandi með þúsundþjalasmiðnum Selmu Björnsdóttur. Amma og afi mættu einnig út. „Svo ég var næstum því búinn að afskrifa þetta. En svo fór ég að hugsa hvort að mamma og pabbi væru til í að koma með okkur út og íslenska fjölskyldan í Síle getur bara verið hjá mömmu og pabba. Mömmu og pabba leist bara ekkert á svona langt ferðalag enda komin á áttræðisaldurinn. Svo kom það upp í hendurnar á mér að barnsmóðir mín ætlaði að vera í útlöndum allan janúar og hún býr við hliðin á Melaskóla þar sem íslenska fjölskyldan ætlaði að setja börnin sín. Allt í einu fer þetta að teiknast upp og verða mögulegt.“ Fjarnám og fjarvinna Hann segir að það hafi alltaf verið draumurinn hans að fara til Síle en Tumi var á skóla í Bandaríkjunum á sínum tíma og eignast þar vini frá landinu. Farið var út í byrjun janúar og komið heim í byrjun mars. Lífið var gott í Síle. Hér er fjölskyldan að gera sér glaðan dag úti að borða. „En hvað með vinnuna? Hvernig get ég látið það ganga upp? Ég átti svo góða vinnuveitendur að þau voru til í að láta þetta ganga upp. Og það gekk sérstaklega vel upp því það er bara þriggja tíma mismunur. Þetta var bara frábært. Ég gat sinnt minni fjarvinnu og þetta var bara stuð. En þetta er ekkert á færi hvers sem er. Þetta kostar helling að fljúga þremur til Suður-Ameríku og var það stærsti kostnaðurinn. Þetta var bara flug upp á 750 þúsund. En af því að ég gat unnið þarna út þá gátum við kýlt á þetta.“ Minningarsköpun Hann segir að krakkarnir hafi strax tekið vel í hugmyndir föður síns. „Þau eru enn þá á þeim aldri að pabbi ræður. Svo ég tók þann pólinn í hæðina að ég bara ákvað þetta. Ég var búinn að tala við mömmu þeirra og hún var bara algjörlega með í þessu. Þetta er bara lífsreynsla og algjört tækifæri. Þau eru líka þannig krakkar að ég vissi alveg að þau væru til í þetta. Þetta var í raun bara algjör minningarsköpun. Þegar þú ert kominn á þennan stað þar sem það er ekkert bakland og ekkert að toga í þig eftir vinnu og skóla. Það er bara samvera með börnunum og hvað ætlum við að gera saman í dag?“ Foreldrar Tuma enduðu síðan á því að koma út í fjórar vikur og varð þetta að algjörlega ógleymanlegum tíma fyrir fjölskylduna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tumi og börnin fara nánar út í sína frásögn. Ísland í dag Chile Íslendingar erlendis Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við Tuma í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta var algjör draumur. Þetta byrjaði í október í fyrra þegar það er íslenskur tannlæknir sem býr í Síle sem setur facebookfærslu inn í Vesturbæjarhópinn á Facebook. Og við búum hérna í Vesturbænum. Hún er að auglýsa eftir húsaskiptum,“ segir Tumi en konan bauð Íslendingum að búa í Síle í staðinn fyrir húsaskipti hér á landi. Leit ekki vel út í byrjun „Fyrst leit ekkert út að þetta myndi ganga upp, því það þarf ýmislegt að ganga upp. Til dæmis þarf maður að hafa hús til að skipta og konan mín er bara í þannig starfi að það var mjög fljótt ljóst að hún gæti ekki komið út,“ segir Tumi sem er í sambandi með þúsundþjalasmiðnum Selmu Björnsdóttur. Amma og afi mættu einnig út. „Svo ég var næstum því búinn að afskrifa þetta. En svo fór ég að hugsa hvort að mamma og pabbi væru til í að koma með okkur út og íslenska fjölskyldan í Síle getur bara verið hjá mömmu og pabba. Mömmu og pabba leist bara ekkert á svona langt ferðalag enda komin á áttræðisaldurinn. Svo kom það upp í hendurnar á mér að barnsmóðir mín ætlaði að vera í útlöndum allan janúar og hún býr við hliðin á Melaskóla þar sem íslenska fjölskyldan ætlaði að setja börnin sín. Allt í einu fer þetta að teiknast upp og verða mögulegt.“ Fjarnám og fjarvinna Hann segir að það hafi alltaf verið draumurinn hans að fara til Síle en Tumi var á skóla í Bandaríkjunum á sínum tíma og eignast þar vini frá landinu. Farið var út í byrjun janúar og komið heim í byrjun mars. Lífið var gott í Síle. Hér er fjölskyldan að gera sér glaðan dag úti að borða. „En hvað með vinnuna? Hvernig get ég látið það ganga upp? Ég átti svo góða vinnuveitendur að þau voru til í að láta þetta ganga upp. Og það gekk sérstaklega vel upp því það er bara þriggja tíma mismunur. Þetta var bara frábært. Ég gat sinnt minni fjarvinnu og þetta var bara stuð. En þetta er ekkert á færi hvers sem er. Þetta kostar helling að fljúga þremur til Suður-Ameríku og var það stærsti kostnaðurinn. Þetta var bara flug upp á 750 þúsund. En af því að ég gat unnið þarna út þá gátum við kýlt á þetta.“ Minningarsköpun Hann segir að krakkarnir hafi strax tekið vel í hugmyndir föður síns. „Þau eru enn þá á þeim aldri að pabbi ræður. Svo ég tók þann pólinn í hæðina að ég bara ákvað þetta. Ég var búinn að tala við mömmu þeirra og hún var bara algjörlega með í þessu. Þetta er bara lífsreynsla og algjört tækifæri. Þau eru líka þannig krakkar að ég vissi alveg að þau væru til í þetta. Þetta var í raun bara algjör minningarsköpun. Þegar þú ert kominn á þennan stað þar sem það er ekkert bakland og ekkert að toga í þig eftir vinnu og skóla. Það er bara samvera með börnunum og hvað ætlum við að gera saman í dag?“ Foreldrar Tuma enduðu síðan á því að koma út í fjórar vikur og varð þetta að algjörlega ógleymanlegum tíma fyrir fjölskylduna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tumi og börnin fara nánar út í sína frásögn.
Ísland í dag Chile Íslendingar erlendis Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp