Fengu rangar upplýsingar um fjölda ferðamannanna á jöklinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2024 15:54 Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði að ferðamönnum undir ís í Breiðamerkurjökli. Það þurfti rannsókn lögreglu og leit í hátt i sólarhring til að leiða í ljós að tölur ferðaþjónustufyrirtækis um fjölda í ferðinni væru rangar. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum. Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi úr gili á Breiðamerkjujökli um miðjan dag í gær. Parið var hluti af gönguhópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Upphaflega veitti fyrirtækið lögreglu þær upplýsingar að 25 hefðu verið í ferðinni og því var tveggja erlendra ferðmanna saknað. Tugir manna unnu að því að fjarlægja ís handvirkt til að leita að fólki undir ísnum. Í ljós kom að upplýsingar fyrirtækisins voru rangar og aðeins 23 voru í hópnum. Aldrei var því nokkur undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þar sem fyrirtækið hafi ekki getað gert almennilega grein fyrir hverjir þessir tveir sem áttu að vera saknað hafi viðbragðsaðilar ekki viljað hætta leit fyrr en þeir hefðu sannfært sig um að enginn væri undir ísnum. Björgunarlið var þó ekki meðvitað um að möguleiki væri á að einskis væri saknað fyrr en líða tók á leitina. „Auðvitað læðist sá grunur þegar þú ert búinn að vera leita og leita að einhverjum nöfnum að það geti verið en þú ert aldrei með þá vissu fyrir hendi fyrr en þú ert búinn að leita af þér allan grun,“ segir Sveinn Kristján. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Ekki er ljóst hvernig misræmið í fjölda ferðamannanna kom til. Sveinn segir málið til rannsóknar og að skýrslur verði teknar af starfsmönnum bókunarfyrirtækis og leiðsögufyrirtækis. Hann býst ekki við að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. „Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta [...] þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir hann. Rannsóknin beinist meðal annars að því hver teljist ábyrgur fyrir ferðinni, bókunaraðili eða skipuleggjandi ferðarinnar. Sveinn Kristján vildi ekki staðfesta hvaða fyrirtæki hefðu staðið að ferðinni á jökulinn í gær. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi úr gili á Breiðamerkjujökli um miðjan dag í gær. Parið var hluti af gönguhópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Upphaflega veitti fyrirtækið lögreglu þær upplýsingar að 25 hefðu verið í ferðinni og því var tveggja erlendra ferðmanna saknað. Tugir manna unnu að því að fjarlægja ís handvirkt til að leita að fólki undir ísnum. Í ljós kom að upplýsingar fyrirtækisins voru rangar og aðeins 23 voru í hópnum. Aldrei var því nokkur undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þar sem fyrirtækið hafi ekki getað gert almennilega grein fyrir hverjir þessir tveir sem áttu að vera saknað hafi viðbragðsaðilar ekki viljað hætta leit fyrr en þeir hefðu sannfært sig um að enginn væri undir ísnum. Björgunarlið var þó ekki meðvitað um að möguleiki væri á að einskis væri saknað fyrr en líða tók á leitina. „Auðvitað læðist sá grunur þegar þú ert búinn að vera leita og leita að einhverjum nöfnum að það geti verið en þú ert aldrei með þá vissu fyrir hendi fyrr en þú ert búinn að leita af þér allan grun,“ segir Sveinn Kristján. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Ekki er ljóst hvernig misræmið í fjölda ferðamannanna kom til. Sveinn segir málið til rannsóknar og að skýrslur verði teknar af starfsmönnum bókunarfyrirtækis og leiðsögufyrirtækis. Hann býst ekki við að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. „Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta [...] þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir hann. Rannsóknin beinist meðal annars að því hver teljist ábyrgur fyrir ferðinni, bókunaraðili eða skipuleggjandi ferðarinnar. Sveinn Kristján vildi ekki staðfesta hvaða fyrirtæki hefðu staðið að ferðinni á jökulinn í gær.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira