Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:58 Um sextíu björgunarsveitarmenn taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Vísi/Vilhelm Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. „Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“ Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Þetta er hræðilegur atburður sem maður óskar engum að ganga í gegnum. Við hörmum þetta hræðilega slys sem gerðist á Breiðamerkurjökli, bæði ég persónulega og félagið,“ segir Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Skoðun á atvikinu er hafin hjá Ferðamálastofu sem hefur kallað eftir öryggisáætlun fyrirtækisins sem sá um hópinn sem lenti undir ísfarginu. Kannað verður hvort viðbrögð og fyrirkomulag hafi verið í samræmi við hana. Garðar kallar eftir ítarlegri rannsókn. „Þetta er stórt slys og ég held að það sé mikilvægt að það verði rannsakað eins og samgönguslys eru rannsökuð. Að gögnin séu síðan gerð opinber til þess að við getum lært af þessum atburði og staðið okkur betur.“ Tveir pólar sem bítast á Slysið varð í ísgili í jöklinum sem ferðaþjónustufyrirtæki markaðsetja sem „Kristalbláa íshellinn“. Þekkt er að fyrirtæki hafa staðið í framkvæmdum á jöklinum til að bæta aðgengi og auka öryggi. „Þessir tveir pólar bítast stundum á en breytingar á jökullandslagi eru oftast gerðar með það að markmiði að gera það öruggara.“ Hafa verið framkvæmdir þarna - þekkirðu það? „Ég þekki til að einhverjar framkvæmdir hafa verið þarna en þekki ekki nákvæmlega hve miklar.“ Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu.vísir/Tómas Kalla eftir hertum reglum Fyrirtæki geta skipulagt ferðir á Breiðamerkurjökul allan ársins hring en ferðir á sumrin hafa sætt gagnrýni. „Það er meira varasamt að ganga undir ís á sumrin þar sem breytingarnar eru meiri þá og það þarf að hafa mikinn vara á til þess að ferðast um svæði sem get hrunið ofan á mann að sumarlagi, eða sem sagt í miklum breytingum. Hefðin hafi því verið sú að bjóða upp á íshellaferðir á veturnar en leiðsögumönnum sé falið að taka ákvörðun um hvort svæðið teljist nógu öruggt. Garðar kallar eftir hertum reglum um kröfur til leiðsögumanna. „Ég held því miður að við þurfum að nota þetta hræðilega atvik til að stalda við og það þarf frekari umgjörð fyrir þessa grein, bæði utan og innan þjóðgarðs,“ segir Garðar. „Það þarf klárlega að krefjast frekari menntunar og reynslu hjá leiðsögumönnum og það þarf að koma að ofan. Við köllum eftir frekari lagaumgjörð í þessum málum.“
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira