Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 07:35 Frá björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul fyrr í dag. vísir/vilhelm Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Slys á Breiðamerkurjökli Tengdar fréttir Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57 Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56 Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57
Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42
Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01