Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2024 19:42 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með skýra mynd af aðstæðum á vettvangi. Stöð 2 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. Hann segir aðstæður við björgunarstarfið mjög erfiðar og erfitt að koma tækjum upp á jökulinn. Björgunarstörf fari að mestu leyti fram með handafli en unnið er að því að komast að þeim tveim sem enn er saknað. Björgunaraðilar viti nokkurn veginn hvar þessir tveir eru staddir undir ísnum. „Það er verið að grafa þarna núna ein sog hægt er með þeim tólum og tækjum sem eru komin á staðinn. við erum að flytja meira af mannskap og meira af tækjum uppeftir til að reyna að einfalda og auðvelda verkið,“ segir Sveinn. Hann segir á annað hundrað hafa tekið þátt í björgunarstarfi hingað til og að svipaður fjöldi muni halda áfram á vettvangi inn í nóttina. Ómögulegt sé þó að segja til um hve langan tíma björgunarstarf muni taka. „Þetta er heilmikill ís sem þarf að fjarlægja til að komast að þessum tveimur sem við nokkurn veginn vitum hvar erum. en það er ómögulegt að segja hvað langan tíma þetta tekur. Þetta eru erfiðar aðstæður, mikill og þéttur ís þannig að þetta getur tekið svolítinn tíma,“ segir hann. Hann segir hin slösuðu vera mjög alvarlega slösuð. Hinir í hópi 25 ferðamanna sem voru í ferð á jöklinum með fararstjóra þegar ísveggurinn hrundi séu öll óslösuð. Þau hafi þó orðið fyrir áfalli og unnið sé að því að hlúa að þeim á áfallamiðstöð. Landhelgisgæslan Lögreglumál Slys á Breiðamerkurjökli Björgunarsveitir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Hann segir aðstæður við björgunarstarfið mjög erfiðar og erfitt að koma tækjum upp á jökulinn. Björgunarstörf fari að mestu leyti fram með handafli en unnið er að því að komast að þeim tveim sem enn er saknað. Björgunaraðilar viti nokkurn veginn hvar þessir tveir eru staddir undir ísnum. „Það er verið að grafa þarna núna ein sog hægt er með þeim tólum og tækjum sem eru komin á staðinn. við erum að flytja meira af mannskap og meira af tækjum uppeftir til að reyna að einfalda og auðvelda verkið,“ segir Sveinn. Hann segir á annað hundrað hafa tekið þátt í björgunarstarfi hingað til og að svipaður fjöldi muni halda áfram á vettvangi inn í nóttina. Ómögulegt sé þó að segja til um hve langan tíma björgunarstarf muni taka. „Þetta er heilmikill ís sem þarf að fjarlægja til að komast að þessum tveimur sem við nokkurn veginn vitum hvar erum. en það er ómögulegt að segja hvað langan tíma þetta tekur. Þetta eru erfiðar aðstæður, mikill og þéttur ís þannig að þetta getur tekið svolítinn tíma,“ segir hann. Hann segir hin slösuðu vera mjög alvarlega slösuð. Hinir í hópi 25 ferðamanna sem voru í ferð á jöklinum með fararstjóra þegar ísveggurinn hrundi séu öll óslösuð. Þau hafi þó orðið fyrir áfalli og unnið sé að því að hlúa að þeim á áfallamiðstöð.
Landhelgisgæslan Lögreglumál Slys á Breiðamerkurjökli Björgunarsveitir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira