Öllum velkomið að skoða fornminjar á Hrafnseyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 14:32 Það hefur verið meira en nóg að gera við fornleifauppgröft á Hrafnseyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Hrafnseyri við Arnarfjörð á morgun, sunnudag, því þá verður sérstakur fornminjadagur þar sem gestum og gangandi er boðið að fá kynningu á fornminjum á Hrafnseyri, auk þess að skoða Auðkúlu, en þar hefur verið grafið upp landnámsbýli. Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend
Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira