Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 22:06 Ráðherra boðaði í dag miklar breytingar á námsgagnakerfinu. Vísir/Arnar Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann. Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann.
Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira