Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu Lovísa Arnardóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 18. ágúst 2024 22:54 Utan Reykjavíkur bíða flest börn eftir plássi í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. Þetta kemur fram í svörum bæjar- og borgaryfirvalda til fréttastofu um fjölda barna á bið og aldur við innritun. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg var ekki hægt að fá upplýsingar um meðalaldur við innritun í leikskóla að svo stöddu. Samkvæmt svari er enn verið að innrita börn í sjálfstætt starfandi skóla og leikskóla og því liggur lokatala ekki fyrir. Gert er ráð fyrir því að skýrari mynd liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í Garðabæ eru alls 36 börn á bið eftir leikskólaplássi. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til fimm ára og sóttu öll um pláss á tímabilinu maí til ágúst. Úthlutun leikskólaplássa fer allajafna fram að vori í Garðabæ og samkvæmt svörum bæjarins fengu öll börn sem þá biðu pláss á leikskóla. Yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í Garðabæ eru tólf mánaða. Í Mosfellsbæ er meðalaldur innritaðra barna 17 til 18 mánaða og eru yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í bæjarfélaginu fædd í júlí árið 2023 og því 13 mánaða. Engin börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Mosfellsbæ og er verið að vinna að umsóknum sem bárust eftir 1. júlí. Alls eru 23 börn á bið eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði. Allt eru það börn sem sótt var um pláss fyrir í sumar. Samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum er unnið að því að koma þeim að í leikskóla. Yngstu börnin sem fá leikskólapláss í haust í Hafnarfirði eru fædd í lok maí 2023 og verða því fimmtán mánaða þegar þau hefja leikskóladvöl. Fimm fjórtán mánaða á bið Á Seltjarnarnesi eru yngstu börnin sem eru innrituð fædd í maí 2023 og því um 15 mánaðar þegar skólastarf hefst. Alls eru fimm börn sem hafa náð 14 mánaða aldri á bið eftir leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Í Kópavogi eru yngstu börnin sem hafa fengið boð um innritun í leikskóla í haust fædd í apríl árið 2023 og verða því um 16 til 17 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Samkvæmt svörum bæjarins eru alls 141 barn á bið eftir plássi en flest eru þau fædd í ágúst árið 2023 eða alls 50 og því tólf mánaða í ágúst. Alls eru svo 30 börn á bið fædd í júlí 2023, 27 börn fædd í júní og svo 34 börn fædd í maí. Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum bæjar- og borgaryfirvalda til fréttastofu um fjölda barna á bið og aldur við innritun. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg var ekki hægt að fá upplýsingar um meðalaldur við innritun í leikskóla að svo stöddu. Samkvæmt svari er enn verið að innrita börn í sjálfstætt starfandi skóla og leikskóla og því liggur lokatala ekki fyrir. Gert er ráð fyrir því að skýrari mynd liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í Garðabæ eru alls 36 börn á bið eftir leikskólaplássi. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til fimm ára og sóttu öll um pláss á tímabilinu maí til ágúst. Úthlutun leikskólaplássa fer allajafna fram að vori í Garðabæ og samkvæmt svörum bæjarins fengu öll börn sem þá biðu pláss á leikskóla. Yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í Garðabæ eru tólf mánaða. Í Mosfellsbæ er meðalaldur innritaðra barna 17 til 18 mánaða og eru yngstu börnin sem eru innrituð í leikskóla í bæjarfélaginu fædd í júlí árið 2023 og því 13 mánaða. Engin börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Mosfellsbæ og er verið að vinna að umsóknum sem bárust eftir 1. júlí. Alls eru 23 börn á bið eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði. Allt eru það börn sem sótt var um pláss fyrir í sumar. Samkvæmt svörum frá bæjaryfirvöldum er unnið að því að koma þeim að í leikskóla. Yngstu börnin sem fá leikskólapláss í haust í Hafnarfirði eru fædd í lok maí 2023 og verða því fimmtán mánaða þegar þau hefja leikskóladvöl. Fimm fjórtán mánaða á bið Á Seltjarnarnesi eru yngstu börnin sem eru innrituð fædd í maí 2023 og því um 15 mánaðar þegar skólastarf hefst. Alls eru fimm börn sem hafa náð 14 mánaða aldri á bið eftir leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Í Kópavogi eru yngstu börnin sem hafa fengið boð um innritun í leikskóla í haust fædd í apríl árið 2023 og verða því um 16 til 17 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Samkvæmt svörum bæjarins eru alls 141 barn á bið eftir plássi en flest eru þau fædd í ágúst árið 2023 eða alls 50 og því tólf mánaða í ágúst. Alls eru svo 30 börn á bið fædd í júlí 2023, 27 börn fædd í júní og svo 34 börn fædd í maí.
Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40 Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10 „ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17. ágúst 2024 23:40
Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. 8. ágúst 2024 19:10
„ Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar. 8. ágúst 2024 18:04
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13