Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2024 16:18 Jóhann Páll Jóhannsson Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Síðustu daga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar staðið í skeytasendingum sín á milli, og ekki í fyrsta sinn. Annars vegar er það milli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og formanns VG og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar umhverfisráðherra, sem tókust á um orkumál. Sömuleiðis hafa Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi staðið í skeytasendinghum um útlendingamálin og hvort þau skuli vera forgangsmál innan ríkisstjórnarinnar. Þar segist Guðrún „algjörlega ósammála“ Guðmundi Inga en málaflokkurinn fellur innan valdsviðs þeirra beggja. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota stöðu sína í eigin þágu, til að senda einhver skilaboð og búa sér til sérstöðu í aðdraganda kosninga. Í stað þess að beita kröftum sínum til að þjóna þjóð sinni, eins og þau eru kjörin til að gera,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í sérkennilega stöðu. „Hann er kominn í einhverja stjórnarandstöðu gegn sjálfum sér í útlendingamálum og orkumálum, málaflokkum sem hann hefur farið með í tíu ár eins og allir þekkja, það er auðvitað kómískt.“ Einn hagsmunaaðili sem gleymist Ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um forgangsmál ætti að fara frá, segir Jóhann Páll. „Og gefa valdið aftur í hendur kjósenda. Þessi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að sjá sóma sinn í því að fara frá. En þau hanga saman á hræðslunni við kjósendur, því miður.“ „Það er alltaf einn hagsmunaaðili sem gleymist í þessum skeytasendingum milli ráðherra, og það er þjóðin. Hún á heimtingu á því að hér sé starfhæf ríkisstjórn sem kemur sér saman um forgangsröðun verkefna í þágu samfélagsins sem hún á að þjóna,“ segir Jóhann Páll. Spurður hvers vegna ráðherrar kjósi að deila opinberlega segir hann: „Ráðherrar eru í einhverri stöðutöku hver gagnvart öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sem þau voru kjörin til að sinna. Til marks um valdþreytu.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Orkumál Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Síðustu daga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar staðið í skeytasendingum sín á milli, og ekki í fyrsta sinn. Annars vegar er það milli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og formanns VG og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar umhverfisráðherra, sem tókust á um orkumál. Sömuleiðis hafa Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi staðið í skeytasendinghum um útlendingamálin og hvort þau skuli vera forgangsmál innan ríkisstjórnarinnar. Þar segist Guðrún „algjörlega ósammála“ Guðmundi Inga en málaflokkurinn fellur innan valdsviðs þeirra beggja. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota stöðu sína í eigin þágu, til að senda einhver skilaboð og búa sér til sérstöðu í aðdraganda kosninga. Í stað þess að beita kröftum sínum til að þjóna þjóð sinni, eins og þau eru kjörin til að gera,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í sérkennilega stöðu. „Hann er kominn í einhverja stjórnarandstöðu gegn sjálfum sér í útlendingamálum og orkumálum, málaflokkum sem hann hefur farið með í tíu ár eins og allir þekkja, það er auðvitað kómískt.“ Einn hagsmunaaðili sem gleymist Ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um forgangsmál ætti að fara frá, segir Jóhann Páll. „Og gefa valdið aftur í hendur kjósenda. Þessi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að sjá sóma sinn í því að fara frá. En þau hanga saman á hræðslunni við kjósendur, því miður.“ „Það er alltaf einn hagsmunaaðili sem gleymist í þessum skeytasendingum milli ráðherra, og það er þjóðin. Hún á heimtingu á því að hér sé starfhæf ríkisstjórn sem kemur sér saman um forgangsröðun verkefna í þágu samfélagsins sem hún á að þjóna,“ segir Jóhann Páll. Spurður hvers vegna ráðherrar kjósi að deila opinberlega segir hann: „Ráðherrar eru í einhverri stöðutöku hver gagnvart öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sem þau voru kjörin til að sinna. Til marks um valdþreytu.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Orkumál Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira