Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 12:00 Hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. Getty Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. Hópur kvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna á fundi fyrir hádegi. Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir. Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. „Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Eins eigi láglaunakonur erfiðara með að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Áhyggjur af því sem tengist fjölskyldunni er að trufla þær í starfi,“ segir Berglind. „Við sjáum að þær eiga erfiðara með að kaupa barnapössun, þær hafa oft ekki efni á því að setja börnin sín í frístund eftir að skóla lýkur. Þær eiga erfiðara með að greiða fyrir tómstundir fyrir börnin sín.“ Þá séu láglaunakonur oft í störfum þar sem er minni sveigjanleiki. Eins telji láglaunakonur sig heilsuveilli, bæði andlega og líkamlega, en þær sem hafa hærri laun. „Þær eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndis og streitueinkenni nánast daglega. Þær eru líka að mælast með mjög alvarleg kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni. Þá sjáum við einnig mjög skýrt mynstur milli launaflokka og líkamlegrar heilsu.“ Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Hópur kvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna á fundi fyrir hádegi. Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir. Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. „Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Eins eigi láglaunakonur erfiðara með að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Áhyggjur af því sem tengist fjölskyldunni er að trufla þær í starfi,“ segir Berglind. „Við sjáum að þær eiga erfiðara með að kaupa barnapössun, þær hafa oft ekki efni á því að setja börnin sín í frístund eftir að skóla lýkur. Þær eiga erfiðara með að greiða fyrir tómstundir fyrir börnin sín.“ Þá séu láglaunakonur oft í störfum þar sem er minni sveigjanleiki. Eins telji láglaunakonur sig heilsuveilli, bæði andlega og líkamlega, en þær sem hafa hærri laun. „Þær eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndis og streitueinkenni nánast daglega. Þær eru líka að mælast með mjög alvarleg kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni. Þá sjáum við einnig mjög skýrt mynstur milli launaflokka og líkamlegrar heilsu.“
Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira