Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 12:21 Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarstjóri um áramótin. Vísir/Arnar Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira
Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira