Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2024 22:27 Skjáskot úr vefmyndavel RÚV. „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. „Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira