„Þetta gæti bara byrjað hvenær sem er“ Eiður Þór Árnason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. ágúst 2024 21:25 Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast. Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu í dag og telja þeir nú hátt í hundrað á sólarhring. Náttúruvársérfræðingur segir að gos gæti í raun byrjað hvenær sem er en líka teygst fram í september. „Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira