Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2024 13:11 Niðurstöður frá árinu 2012 sýndu fram á mikinn mun á grunnskólum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu. PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu.
PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent