Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 19:41 MAST hefur að lokinni skoðun ákveðið að falla frá rannsókn á meintu dýraníði því að þeirra mati eru sönnunargögnin ekki nægilega óyggjandi. Skjáskot úr heimildarmynd dýraverndunarsamtaka Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. Lögmaður dýraverndunarsamtaka segir að á Íslandi sé engin leið til að láta lög um dýravelferð ná fram að ganga. Það vakti mikla athygli þegar þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök gáfu út heimildarmynd um blóðmerahald á Íslandi árið 2021. Samtökin fylgdu síðan eftir fyrri rannsóknum sínum með annarri heimildarmynd sem kom út í nóvember í fyrra en í forgrunni myndarinnar er blóðmerahald á tveimur íslenskum býlum. Myndskeið af manni sparka í andlit hryssu sem er föst inni í blóðtökubás vakti athygli og óhug. Katrín Oddsdóttir er lögmaður á Rétti. „Við förum síðan, fyrir hönd þessara samtaka, með kæru til lögreglunnar um þetta dýraníð. Þetta er í janúar 2024 og lögreglan vísar síðan málinu til MAST.“ Í bréfi lögreglunnar til lögmanns segir að samkvæmt lögum skulu mál sem talin eru varða við lög um velferð dýra aðeins sæta rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Það kom síðan til kasta MAST að kanna hvort umrætt mál sé á rökum reist. Katrín Oddsdóttir er lögmaður hjá Rétti, lögmannsstofu. Vísir/Arnar Þegar lögmaður óskaði síðan eftir því að fá að vita hvar málið væri statt þann 17. júlí fengust þau svör að stofnunin hefði skoðað myndböndin, með áherslu á þau atvik sem lýst er í kærunni. Ekki væri séð að þar kæmu fram refsiverð atvik og meint ill meðferð á hrossum ekki staðfest. Málinu sé lokið af hálfu MAST. Lögmaður dýraverndunarsamtakanna fékk þessi svör frá sviðsstjóra MAST. Grafík/Sara „Það sést þarna manneskja sparka í höfuðið á hryssu sem er bundin á bás til að beygja hana undir vilja sinn til þessað taka úr henni blóð. Ég veit ekki hversu mikla staðfestingu hægt er að fá fremur en akkúrat þetta myndskeið sýnir,“ segir Katrín. MAST segir áhrif meints ofbeldis ekki mikil á hryssuna Fréttastofa fékk þau svör frá DR. Sigríði Björnsdóttur, sérgreinadýralækni hrossa hjá MAST að hún hefði skoðað myndefnið margítrekað. Hún gæti ekki séð með öryggi, hvort maðurinn sparkar að hryssunni eða raunverulega í hana. Þá sagði hún að ef maðurinn snerti hryssuna á annað borð þá hafi það ekki verið fast og að henni virtist þetta ekki hafa mikil áhrif á hana, hún hafi brugðist aðeins við en ekki mikið, líkt og Sigríður komst að orði. Ekki hægt að áfrýja því samtökin eru ekki málsaðilar Dýraverndunarsamtökin geta ekki áfrýjað niðurstöðu MAST því þau eru ekki aðilar máls. Katrín segir svo virðist sem engin leið sé fyrir hendi til að dýravelferðarlög nái fram að ganga. „Ef dýraverndunarsamtök mega ekki kæra til lögreglu og lögreglan getur ekki gert þetta sjálf og biður MAST um að hafa aðkomu að málinu og MAST sér einhvern veginn ekkert athugavert við þetta þá held ég að þessi lög séu einskis nýt og hross og önnur dýr algjörlega óvarin gagnvart illri meðferð,“ segir Katrín. Dýravelferðarmál séu snúin því dýraverndunarsamtök eru ekki skilgreint sem „aðili máls.“ „Auðvitað getur hestur sem verður fyrir illri meðferð ekki kært sjálfur, hann hefur ekki mikla rödd þannig að ég spyr mig þá hver er þá eftir sem á að gæta hagsmuna þessara dýra? Við vitum öll að fólk á Íslandi, því var gjörsamlega misboðið þegar það kom út á sínum tíma.“ Blóðmerahald Dýr Tengdar fréttir Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. 9. apríl 2024 14:55 MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Lögmaður dýraverndunarsamtaka segir að á Íslandi sé engin leið til að láta lög um dýravelferð ná fram að ganga. Það vakti mikla athygli þegar þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök gáfu út heimildarmynd um blóðmerahald á Íslandi árið 2021. Samtökin fylgdu síðan eftir fyrri rannsóknum sínum með annarri heimildarmynd sem kom út í nóvember í fyrra en í forgrunni myndarinnar er blóðmerahald á tveimur íslenskum býlum. Myndskeið af manni sparka í andlit hryssu sem er föst inni í blóðtökubás vakti athygli og óhug. Katrín Oddsdóttir er lögmaður á Rétti. „Við förum síðan, fyrir hönd þessara samtaka, með kæru til lögreglunnar um þetta dýraníð. Þetta er í janúar 2024 og lögreglan vísar síðan málinu til MAST.“ Í bréfi lögreglunnar til lögmanns segir að samkvæmt lögum skulu mál sem talin eru varða við lög um velferð dýra aðeins sæta rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Það kom síðan til kasta MAST að kanna hvort umrætt mál sé á rökum reist. Katrín Oddsdóttir er lögmaður hjá Rétti, lögmannsstofu. Vísir/Arnar Þegar lögmaður óskaði síðan eftir því að fá að vita hvar málið væri statt þann 17. júlí fengust þau svör að stofnunin hefði skoðað myndböndin, með áherslu á þau atvik sem lýst er í kærunni. Ekki væri séð að þar kæmu fram refsiverð atvik og meint ill meðferð á hrossum ekki staðfest. Málinu sé lokið af hálfu MAST. Lögmaður dýraverndunarsamtakanna fékk þessi svör frá sviðsstjóra MAST. Grafík/Sara „Það sést þarna manneskja sparka í höfuðið á hryssu sem er bundin á bás til að beygja hana undir vilja sinn til þessað taka úr henni blóð. Ég veit ekki hversu mikla staðfestingu hægt er að fá fremur en akkúrat þetta myndskeið sýnir,“ segir Katrín. MAST segir áhrif meints ofbeldis ekki mikil á hryssuna Fréttastofa fékk þau svör frá DR. Sigríði Björnsdóttur, sérgreinadýralækni hrossa hjá MAST að hún hefði skoðað myndefnið margítrekað. Hún gæti ekki séð með öryggi, hvort maðurinn sparkar að hryssunni eða raunverulega í hana. Þá sagði hún að ef maðurinn snerti hryssuna á annað borð þá hafi það ekki verið fast og að henni virtist þetta ekki hafa mikil áhrif á hana, hún hafi brugðist aðeins við en ekki mikið, líkt og Sigríður komst að orði. Ekki hægt að áfrýja því samtökin eru ekki málsaðilar Dýraverndunarsamtökin geta ekki áfrýjað niðurstöðu MAST því þau eru ekki aðilar máls. Katrín segir svo virðist sem engin leið sé fyrir hendi til að dýravelferðarlög nái fram að ganga. „Ef dýraverndunarsamtök mega ekki kæra til lögreglu og lögreglan getur ekki gert þetta sjálf og biður MAST um að hafa aðkomu að málinu og MAST sér einhvern veginn ekkert athugavert við þetta þá held ég að þessi lög séu einskis nýt og hross og önnur dýr algjörlega óvarin gagnvart illri meðferð,“ segir Katrín. Dýravelferðarmál séu snúin því dýraverndunarsamtök eru ekki skilgreint sem „aðili máls.“ „Auðvitað getur hestur sem verður fyrir illri meðferð ekki kært sjálfur, hann hefur ekki mikla rödd þannig að ég spyr mig þá hver er þá eftir sem á að gæta hagsmuna þessara dýra? Við vitum öll að fólk á Íslandi, því var gjörsamlega misboðið þegar það kom út á sínum tíma.“
Blóðmerahald Dýr Tengdar fréttir Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. 9. apríl 2024 14:55 MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. 9. apríl 2024 14:55
MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59
Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01