Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2024 14:55 Gildandi leyfi Ísteka var gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildir það til 5. október 2025. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Segir að þetta sé niðurstaðan eftir að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið yfir þau gögn sem fyrir liggi og sjónarmið frá Ísteka ehf. Blóðmerahald hefur mikið verið í fréttum síðustu ár eftir að myndir voru birtar árið 2022 sem sýndu bágan aðbúnað og að illa væri farið með dýrin í tengslum við blóðtöku. Fram kemur að Ísteka hafi um áratugaskeið haft leyfi fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Gildandi leyfi fyrirtækisins hafi verið gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildi það til 5. október 2025. „Eftir að Eftirlitsstofnun EFTA upplýsti íslensk stjórnvöld um að starfseminni bæri að fara eftir tilskipun sem innleidd hefur verið hérlendis með reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni felldi matvælaráðherra reglugerð nr. 900/2022 úr gildi. Ekki er fjallað sérstaklega um afturköllun leyfis stefnanda í reglugerð nr. 1130/2023 sem felldi reglugerð nr. 900/2022 úr gildi og engin breyting hefur verið gerð á lögum nr. 55/2013 sem sérstaklega er vísað til í leyfinu og er grundvöllur þess. Matvælastofnun hefur skoðað hvort tilefni sé til að afturkalla starfsleyfi Ísteka ehf. á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga. Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og sjónarmið frá Ísteka ehf. er það mat stofnunarinnar að ekki séu nægjanlegar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og mun starfsemin halda áfram á grundvelli leyfisins til 5. október 2025,“ segir á vef Matvælastofnunar. Sterkar ástæður þurfi til að afturkalla leyfi Ennfremur segir að ákvörðun stofnunarinnar byggi meðal annars á því að sterkar ástæður þurfi til að afturkalla ívilnandi stjórnvaldsákvörðun líkt og ákvörðun um útgáfu starfsleyfis til Ísteka. „Matvælastofnun telur að eftirlits- og rannsóknarniðurstöður sem nú liggja fyrir gefi ekki tilefni til að líta svo á að ríkar heimildir séu til staðar hvað varðar velferð og heilsu hryssa sem notaðar eru til blóðtöku. Veigamiklar ástæður þarf til afturköllunar leyfis sem aðili er byrjaður að nýta og er afmarkað hvað varðar efni og tíma. Þá horfði Matvælastofnun til réttmætra væntingar leyfishafa og þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið upplýsti við meðferð málsins um hvaða afleiðingar afturköllun hefði á starfsemi þess og samstarfsaðila. Matvælastofnun hefur upplýst fyrirtækið um ítarlegar kröfur sem fyrirtækið og starfsemin verður að uppfylla.“ Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Segir að þetta sé niðurstaðan eftir að starfsmenn stofnunarinnar hafi farið yfir þau gögn sem fyrir liggi og sjónarmið frá Ísteka ehf. Blóðmerahald hefur mikið verið í fréttum síðustu ár eftir að myndir voru birtar árið 2022 sem sýndu bágan aðbúnað og að illa væri farið með dýrin í tengslum við blóðtöku. Fram kemur að Ísteka hafi um áratugaskeið haft leyfi fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Gildandi leyfi fyrirtækisins hafi verið gefið út árið 2022 eftir útgáfu reglugerðar um blóðtöku úr fylfullum hryssum og gildi það til 5. október 2025. „Eftir að Eftirlitsstofnun EFTA upplýsti íslensk stjórnvöld um að starfseminni bæri að fara eftir tilskipun sem innleidd hefur verið hérlendis með reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni felldi matvælaráðherra reglugerð nr. 900/2022 úr gildi. Ekki er fjallað sérstaklega um afturköllun leyfis stefnanda í reglugerð nr. 1130/2023 sem felldi reglugerð nr. 900/2022 úr gildi og engin breyting hefur verið gerð á lögum nr. 55/2013 sem sérstaklega er vísað til í leyfinu og er grundvöllur þess. Matvælastofnun hefur skoðað hvort tilefni sé til að afturkalla starfsleyfi Ísteka ehf. á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga. Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og sjónarmið frá Ísteka ehf. er það mat stofnunarinnar að ekki séu nægjanlegar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins og mun starfsemin halda áfram á grundvelli leyfisins til 5. október 2025,“ segir á vef Matvælastofnunar. Sterkar ástæður þurfi til að afturkalla leyfi Ennfremur segir að ákvörðun stofnunarinnar byggi meðal annars á því að sterkar ástæður þurfi til að afturkalla ívilnandi stjórnvaldsákvörðun líkt og ákvörðun um útgáfu starfsleyfis til Ísteka. „Matvælastofnun telur að eftirlits- og rannsóknarniðurstöður sem nú liggja fyrir gefi ekki tilefni til að líta svo á að ríkar heimildir séu til staðar hvað varðar velferð og heilsu hryssa sem notaðar eru til blóðtöku. Veigamiklar ástæður þarf til afturköllunar leyfis sem aðili er byrjaður að nýta og er afmarkað hvað varðar efni og tíma. Þá horfði Matvælastofnun til réttmætra væntingar leyfishafa og þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið upplýsti við meðferð málsins um hvaða afleiðingar afturköllun hefði á starfsemi þess og samstarfsaðila. Matvælastofnun hefur upplýst fyrirtækið um ítarlegar kröfur sem fyrirtækið og starfsemin verður að uppfylla.“
Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29. febrúar 2024 19:59