Allt svo snyrtilegt við höfnina í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum og hennar starfsfólk eiga heiður skilinn fyrir hvað höfnin er snyrtileg og falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum þar sem áhersla er lögð á snyrtimennsku og virðingu við gamla tímann með allskonar nýjungum. Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira