Mannmergð í Vín: Swift tónleikunum en ekki söngröddinni Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2024 14:19 Talið er að um 195 þúsund hafi átt miða á tónleika Swift í Vín sem aflýst var vegna hryðjuverkaógnar. Vísir/Sólrún Mannmergð er á Kartner Strasse í Vínarborg þar sem aðdáendur bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift hafa komið saman að skiptast á vinaböndum og syngja þekkta slagara söngkonunnar. Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik. Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Sjá meira
Þrennum tónleikum Swift í Vín var aflýst í gær vegna hryðjuverkaógnar, en þeir áttu að fara fram í kvöld, á morgun og hinn. Tveir táningar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að gera árás á tónleikagesti fyrir utan leikvanginn þar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Talið er að um 65 þúsund manns hafi ætlað á hverja tónleika, og tugir þúsunda ætlað að fylgjast með þeim fyrir utan leikvanginn. Því er mikið um aðdáendur Swift í Vín sem reyna að gera gott úr stöðunni. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni. Lagið sem aðdáendur söngla í myndbandinu að ofan er lagið Long live og hér að neðan má heyra það í flutningi Taylor Swift. Önnur lög þau sem sungu í Vínarborg var Love Story og I knew you were trouble. Íslendingar miður sín Heiðdís er ein þeirra sem ætlaði á tónleikana. Hún sagði í viðtali við FM 957 fyrr í dag að stemningin í Vín væri skrítin og fólk ráfaði um göturnar án þess að vita hvað það eigi að gera. Hún er úti með vinkonum sínum og höfðu þær planað að fara á tónleikana í heilt ár. Heiðdís segir að þær hafi frétt af því að búið væri að aflýsa tónleikunum á írskum bar í gærkvöldi. Þar voru þær að perla armbönd fyrir tónleikana. Fyrst lásu þær um að karlmaður hafi verið handtekinn og svo inn á aðdáendasíðu að það væri búið að aflýsa. Stuttu síðar fengu þær skilaboð um að þeim hefði verði aflýst. Heiðdís segir að þær vinkonurnar ætli að gera gott úr þessu. Klæða sig upp eins og þær ætluðu að gera, fara út að borða og eiga góða kvöldstund en þær áttu miða á tónleikana sem áttu að fara fram í kvöld. Tveir handteknir Greint var frá því í gærkvöldi að tveir hefðu verið handteknir vegna málsins. Annars vegar nítján ára gamall austurrískur ríkisborgari sem aðhylltist Íslamska ríkið. Nú er greint frá því að hinn handtekni sé sautján ára austurrískur ríkisborgari af tyrkneskum og króatískum uppruna. Sá mun hafa verið handtekinn skammt frá leikvangnum þar sem tónleikar Swift áttu að fara fram. Yfirmaður öryggismála í Austurríki sagði á blaðamannafundi um málið í morgun að maðurinn hefði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna síðan í júlí en það var á sama tíma og hann sagði upp í vinnunni. Mikil breyting hafði orðið á manninum en hann hafði svarið ísis, samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Hann viðurkenndi í yfirheyrslum lögreglu að hafa viljað drepa sem flesta tónleikagesti. Á sama fundi sagði innanríkisráðherra að lögregluyfirvöldum hefði tekist að koma í veg fyrir mikinn harmleik.
Austurríki Tónlist Tengdar fréttir Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Sjá meira
Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. 7. ágúst 2024 21:33
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning