Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 17:56 Loftmynd frá vettvangi sem sýnir frá því þegar unnið var að því að bjarga hvalnum. Vísir/Rax Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga. Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
„Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga.
Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28