Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 17:56 Loftmynd frá vettvangi sem sýnir frá því þegar unnið var að því að bjarga hvalnum. Vísir/Rax Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga. Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
„Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga.
Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28