Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:05 Ari verður brátt á sviði í einum þekktasta söngleik veraldar. Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni. „Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum. Menning Leikhús Bretland Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum.
Menning Leikhús Bretland Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira