Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:05 Ari verður brátt á sviði í einum þekktasta söngleik veraldar. Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni. „Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum. Menning Leikhús Bretland Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum.
Menning Leikhús Bretland Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira