Segir líforkuver risastórt skref í átt að matvælaöryggi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2024 12:30 Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuversins risastórt og mikilvægt skref fyrir landið. Vísir/Einar Matvælaráðherra segir uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði stórt skref fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi sem og í átt að betra hringrásarhagkerfi. Stefnt er að því að hefjast handa á næsta ári og taka á verið í notkun 2028. Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey. Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra fundaði með forsvarsmönnum félagsins Líforkuvers í Hofi á Akureyri í gær þar sem ný heimasíða félagsins var jafnframt opnuð. Félagið mun standa að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, sem á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleIfa. „Á Dysnesi er stefnan að verði reist líforkuver til þess að vinna þessar afurðir, sem við þurfum að koma fyrir. Í dag er þetta urðað og það er auðvitað óheimilt samkvæmt lögum. Þetta er fyrsta skrefið. Það er búið að vinna að þessu mjög lengi, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hafa gert það mjög lengi og þetta er okkar svar við því að standast þessar kröfur og þessi lög,“ segir Bjarkey. Ísland hefur fengið slæmar einkunnir fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í málaflokknum og fékk áminningarbréf í júní síðastliðnum frá EFTA, þar sem kallað var eftir að Ísland færi eftir dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2022 þar sem slegið var á hendur stjórnvalda fyrir að fara ekki að EES reglum er varða aukaafurðir dýra. „Nú erum við að sjá að við getum útbúið verðmæti og hringrásarkerfið nái að virka í staðin fyrir að urða og menga jarðveg með dýraleIfum, sem er óheimilt. Þetta er sannarlega risastórt skref.“ Úr úrganginum verður meðal annars framleidd fita sem og kjötmjöl, sem hægt er að nota sem orkugjafa í hátæknibrennslu. Hún segir þetta jafnframt skipta máli í sambandi við vottun matvæla. „Það er í raun á höndum ríkisins að útbúa einhvern farveg til þess að meðhöndla þetta á viðeigandi hátt. Þetta skiptir líka bara gríðarlega miklu máli, ekki síst varðandi vottun matvæla á Íslandi. Það er mikið undir að mati okkar, sem erum fylgjandi þessu. Vottun matvæla frá Íslandi skiptir máli í öllu stóra samhenginu af því að þá erum við að tala um sjávarútveg og allt sem við erum að flytja út,“ segir Bjarkey.
Dýr Dýraheilbrigði Hörgársveit Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira