Útkall vegna ferðamanna sem segjast lokaðir inni í helli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 23:04 Fyrstu vísbendingar benda til þess að hellirinn sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. vísir Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við Vísi. Fyrsta tilkynning barst Landsbjörgu upp úr klukkan hálf ellefu í kvöld og því nýtilkomið. Jón Þór hafði ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hellisins, en segir að fyrstu vísbendingar bendi til þess að hann sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. „Það eru einstaklingar sem virðast hafa lokast inni í helli. Búið er að kalla út allar sveitir á Suðurlandi vestan Þjórsár og tvær sveitir á höfuðborgarsvæði sem eru með rústabjörgunarhópa,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi. Að sögn Jóns Þórs er líklegast að hrun hafi orðið í hellinum sem hafi leitt til þess að hann lokaðist. Það er hins vegar ekki staðfest. Uppfært kl: 00:10: Að sögn Jóns Þórs eru tveir ferðamenn fastir í helli, nokkra kílómetra suðaustur af hótelinu í Kerlingarfjöllum. Fyrstu björgunarsveitarhópar eru að nálgast Ásgarð. „Útkallið er ansi stórt. Það er búið að kalla eftir margskonar tækjabúnaði; bæði beltabílum, buggy-bílum og hjólum. Það eru búið að kalla út bíl með rústabjörgunargám frá Reykjavík. Fimm undanfarar með þyrlu farnir af stað. Þannig að viðbragðið er stórt á meðan að við vitum ekki frekar hvernig í pottinn er búið.“ Uppfært kl. 00:55: „Skyggni er ekki að hjálpa til þegar það kemur að því að nota þyrlu,“ segir Jón Þór. „Hóparnir í Kerlingarfjöllin þokast nær því sem neyðarboðin skráðu sem uppgefinn stað. Þetta gæti varað eitthvað eftir nóttu.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við Vísi. Fyrsta tilkynning barst Landsbjörgu upp úr klukkan hálf ellefu í kvöld og því nýtilkomið. Jón Þór hafði ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hellisins, en segir að fyrstu vísbendingar bendi til þess að hann sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. „Það eru einstaklingar sem virðast hafa lokast inni í helli. Búið er að kalla út allar sveitir á Suðurlandi vestan Þjórsár og tvær sveitir á höfuðborgarsvæði sem eru með rústabjörgunarhópa,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi. Að sögn Jóns Þórs er líklegast að hrun hafi orðið í hellinum sem hafi leitt til þess að hann lokaðist. Það er hins vegar ekki staðfest. Uppfært kl: 00:10: Að sögn Jóns Þórs eru tveir ferðamenn fastir í helli, nokkra kílómetra suðaustur af hótelinu í Kerlingarfjöllum. Fyrstu björgunarsveitarhópar eru að nálgast Ásgarð. „Útkallið er ansi stórt. Það er búið að kalla eftir margskonar tækjabúnaði; bæði beltabílum, buggy-bílum og hjólum. Það eru búið að kalla út bíl með rústabjörgunargám frá Reykjavík. Fimm undanfarar með þyrlu farnir af stað. Þannig að viðbragðið er stórt á meðan að við vitum ekki frekar hvernig í pottinn er búið.“ Uppfært kl. 00:55: „Skyggni er ekki að hjálpa til þegar það kemur að því að nota þyrlu,“ segir Jón Þór. „Hóparnir í Kerlingarfjöllin þokast nær því sem neyðarboðin skráðu sem uppgefinn stað. Þetta gæti varað eitthvað eftir nóttu.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira