Útkall vegna ferðamanna sem segjast lokaðir inni í helli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 23:04 Fyrstu vísbendingar benda til þess að hellirinn sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. vísir Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við Vísi. Fyrsta tilkynning barst Landsbjörgu upp úr klukkan hálf ellefu í kvöld og því nýtilkomið. Jón Þór hafði ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hellisins, en segir að fyrstu vísbendingar bendi til þess að hann sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. „Það eru einstaklingar sem virðast hafa lokast inni í helli. Búið er að kalla út allar sveitir á Suðurlandi vestan Þjórsár og tvær sveitir á höfuðborgarsvæði sem eru með rústabjörgunarhópa,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi. Að sögn Jóns Þórs er líklegast að hrun hafi orðið í hellinum sem hafi leitt til þess að hann lokaðist. Það er hins vegar ekki staðfest. Uppfært kl: 00:10: Að sögn Jóns Þórs eru tveir ferðamenn fastir í helli, nokkra kílómetra suðaustur af hótelinu í Kerlingarfjöllum. Fyrstu björgunarsveitarhópar eru að nálgast Ásgarð. „Útkallið er ansi stórt. Það er búið að kalla eftir margskonar tækjabúnaði; bæði beltabílum, buggy-bílum og hjólum. Það eru búið að kalla út bíl með rústabjörgunargám frá Reykjavík. Fimm undanfarar með þyrlu farnir af stað. Þannig að viðbragðið er stórt á meðan að við vitum ekki frekar hvernig í pottinn er búið.“ Uppfært kl. 00:55: „Skyggni er ekki að hjálpa til þegar það kemur að því að nota þyrlu,“ segir Jón Þór. „Hóparnir í Kerlingarfjöllin þokast nær því sem neyðarboðin skráðu sem uppgefinn stað. Þetta gæti varað eitthvað eftir nóttu.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við Vísi. Fyrsta tilkynning barst Landsbjörgu upp úr klukkan hálf ellefu í kvöld og því nýtilkomið. Jón Þór hafði ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hellisins, en segir að fyrstu vísbendingar bendi til þess að hann sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. „Það eru einstaklingar sem virðast hafa lokast inni í helli. Búið er að kalla út allar sveitir á Suðurlandi vestan Þjórsár og tvær sveitir á höfuðborgarsvæði sem eru með rústabjörgunarhópa,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi. Að sögn Jóns Þórs er líklegast að hrun hafi orðið í hellinum sem hafi leitt til þess að hann lokaðist. Það er hins vegar ekki staðfest. Uppfært kl: 00:10: Að sögn Jóns Þórs eru tveir ferðamenn fastir í helli, nokkra kílómetra suðaustur af hótelinu í Kerlingarfjöllum. Fyrstu björgunarsveitarhópar eru að nálgast Ásgarð. „Útkallið er ansi stórt. Það er búið að kalla eftir margskonar tækjabúnaði; bæði beltabílum, buggy-bílum og hjólum. Það eru búið að kalla út bíl með rústabjörgunargám frá Reykjavík. Fimm undanfarar með þyrlu farnir af stað. Þannig að viðbragðið er stórt á meðan að við vitum ekki frekar hvernig í pottinn er búið.“ Uppfært kl. 00:55: „Skyggni er ekki að hjálpa til þegar það kemur að því að nota þyrlu,“ segir Jón Þór. „Hóparnir í Kerlingarfjöllin þokast nær því sem neyðarboðin skráðu sem uppgefinn stað. Þetta gæti varað eitthvað eftir nóttu.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira