Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 5. ágúst 2024 13:53 Helgin gekk vel í Eyjum, að sögn Karls Gauta lögreglustjóra. Vísir/Viktor Freyr Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. Umferð hefur að mestu gengið vel um helgina þrátt fyrir vonskuveður samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Nokkur umferð er um Landeyjahöfn en allir ökumenn sem þar eiga leið um eru stöðvaðir til að blása. Fór prýðilega fram „Það voru fá mál, það voru einhver ölvunartengd mál, líkamsárásir sem ekki voru kærðar. En að öðru leyti fór þetta alveg prýðilega fram. Það hafa komið einhver minniháttar fíkniefnamál alla dagana, nokkur síðasta sólarhringinn, held þau hafi verið fimm. Kynferðisbrot hafa engin borist okkur inn á okkar borð enn sem komið er,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Enginn gisti í fangaklefa í nótt. Margir leitað í Herjólfshöllina Töluvert rok og rigning hefur verið í Eyjum um helgina, en nokkur fjöldi fólks leitaði skjóls í Herjólfshöllinni. „Það var auðvitað svolítill umgamgur og straumur inn og út. En ég hugsa að það hafi verið kannski fimm hundruð manns þarna inni,“ segir Karl. Þjóðhátíðin í ár var með stærri Þjóðhátíðum segir Karl. Gestir hafi verið frá fimmtán til átján þúsund. Herjólfsdalur er þó í þokkalegu ásigkomulagi. „Ástandið í Dalnum er bara ágætt, ég fór þarna í morgun og þetta lítur bara vel út. Það er byrjað að hreinsa og þrátt fyrir þessa gífurlegu úrkomu er þetta bara minna drullusvað en ég bjóst við, miðað við þennan fjölda þarna,“ segir Karl. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Umferð hefur að mestu gengið vel um helgina þrátt fyrir vonskuveður samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Nokkur umferð er um Landeyjahöfn en allir ökumenn sem þar eiga leið um eru stöðvaðir til að blása. Fór prýðilega fram „Það voru fá mál, það voru einhver ölvunartengd mál, líkamsárásir sem ekki voru kærðar. En að öðru leyti fór þetta alveg prýðilega fram. Það hafa komið einhver minniháttar fíkniefnamál alla dagana, nokkur síðasta sólarhringinn, held þau hafi verið fimm. Kynferðisbrot hafa engin borist okkur inn á okkar borð enn sem komið er,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Enginn gisti í fangaklefa í nótt. Margir leitað í Herjólfshöllina Töluvert rok og rigning hefur verið í Eyjum um helgina, en nokkur fjöldi fólks leitaði skjóls í Herjólfshöllinni. „Það var auðvitað svolítill umgamgur og straumur inn og út. En ég hugsa að það hafi verið kannski fimm hundruð manns þarna inni,“ segir Karl. Þjóðhátíðin í ár var með stærri Þjóðhátíðum segir Karl. Gestir hafi verið frá fimmtán til átján þúsund. Herjólfsdalur er þó í þokkalegu ásigkomulagi. „Ástandið í Dalnum er bara ágætt, ég fór þarna í morgun og þetta lítur bara vel út. Það er byrjað að hreinsa og þrátt fyrir þessa gífurlegu úrkomu er þetta bara minna drullusvað en ég bjóst við, miðað við þennan fjölda þarna,“ segir Karl.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira