Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 11:56 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Vísir/Arnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. Fylgi VG heldur áfram að dala og mælist einungis 3,5 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, niður úr 4 prósentum í síðustu könnun. Mælist Sósíalistaflokkur Íslands nú með meiri stuðning í könnun Gallup eða 4,7 prósent. VG fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en næði ekki manni inn á þing ef niðurstaða kosninga væri í samræmi við kannanir. Hefur fylgi flokksins verið á niðurleið mestallt þetta kjörtímabil. Guðmundur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna árið 2019 en tók við sem starfandi formaður þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf flokkinn og bauð sig fram til forseta. Landsfundi VG var flýtt vegna þessa og fer fram í byrjun október. „Við vonandi sjáum margt gott fólk koma fram enda nóg af slíku innan VG,“ segir Guðmundur en fyrst fer fram flokksráðsfundur um miðjan ágúst. Síðasti vetur ríkisstjórnarinnar fram undan „Við erum að að sigla inn í kosningavetur og þá er mikilvægt að við skerpum áherslur fyrir kosningar. Ég hef fulla trú á því að þær áherslur sem við munum koma fram með, sem munu auðvitað snúa meðal annars að loftslagsmálum, náttúruvernd, jafnréttismálum og mannréttindamálum, styrkri efnahagsstjórn og velferðarmálum muni skila okkur meiru en við erum að sjá núna og líka sá árangur sem við höfum verið að ná á undanförnum árum. Þannig að ég er í sjálfu sér ekkert svartsýnn en auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðu sem þessari, annað væri óeðlilegt.” Guðmundur vonar að botninum sé náð og flokkurinn geti farið að spyrna sér upp. Hann vonast til þess að flokksfólk fái aukinn byr í seglin eftir landsfund þegar ný forysta er tekin við. Staðan í alþjóðamálum eigi þátt í þverrandi stuðningi Heildarfylgi stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mælist 27,8 prósent í nýrri könnun Gallup en til samanburðar mælist Samfylkingin ein og sér með 27,5 prósent stuðning. „Mér þykir mjög áhugavert að það er mjög víða í löndunum í kringum okkur þar sem ríkisstjórnir hafa verið að missa stuðning og fylgi í skoðanakönnunum tiltölulega hratt. Það er ekki einsdæmi hér á landi og ég held að staðan í alþjóðamálum sé að hluta til að valda þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir augljóst að ef niðurstaða kosninga yrði í samræmi við mælingu Gallup myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta. „En við skulum nú sjá hvað gerist. Það verður spennandi að fara inn í síðasta vetur þessarar ríkisstjórnar. Ég hlakka allavega til að fara að móta áherslur inn í framtíðina með mínu góða fólki.“ Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn eftir sumarleyfi fór fram í dag. Guðmundur telur að efnahags- og samgöngumál verði fyrirferðamikil í haust, þar á meðal samgönguáætlun og Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarstæðinu. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Fylgi VG heldur áfram að dala og mælist einungis 3,5 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, niður úr 4 prósentum í síðustu könnun. Mælist Sósíalistaflokkur Íslands nú með meiri stuðning í könnun Gallup eða 4,7 prósent. VG fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en næði ekki manni inn á þing ef niðurstaða kosninga væri í samræmi við kannanir. Hefur fylgi flokksins verið á niðurleið mestallt þetta kjörtímabil. Guðmundur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna árið 2019 en tók við sem starfandi formaður þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf flokkinn og bauð sig fram til forseta. Landsfundi VG var flýtt vegna þessa og fer fram í byrjun október. „Við vonandi sjáum margt gott fólk koma fram enda nóg af slíku innan VG,“ segir Guðmundur en fyrst fer fram flokksráðsfundur um miðjan ágúst. Síðasti vetur ríkisstjórnarinnar fram undan „Við erum að að sigla inn í kosningavetur og þá er mikilvægt að við skerpum áherslur fyrir kosningar. Ég hef fulla trú á því að þær áherslur sem við munum koma fram með, sem munu auðvitað snúa meðal annars að loftslagsmálum, náttúruvernd, jafnréttismálum og mannréttindamálum, styrkri efnahagsstjórn og velferðarmálum muni skila okkur meiru en við erum að sjá núna og líka sá árangur sem við höfum verið að ná á undanförnum árum. Þannig að ég er í sjálfu sér ekkert svartsýnn en auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðu sem þessari, annað væri óeðlilegt.” Guðmundur vonar að botninum sé náð og flokkurinn geti farið að spyrna sér upp. Hann vonast til þess að flokksfólk fái aukinn byr í seglin eftir landsfund þegar ný forysta er tekin við. Staðan í alþjóðamálum eigi þátt í þverrandi stuðningi Heildarfylgi stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mælist 27,8 prósent í nýrri könnun Gallup en til samanburðar mælist Samfylkingin ein og sér með 27,5 prósent stuðning. „Mér þykir mjög áhugavert að það er mjög víða í löndunum í kringum okkur þar sem ríkisstjórnir hafa verið að missa stuðning og fylgi í skoðanakönnunum tiltölulega hratt. Það er ekki einsdæmi hér á landi og ég held að staðan í alþjóðamálum sé að hluta til að valda þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir augljóst að ef niðurstaða kosninga yrði í samræmi við mælingu Gallup myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta. „En við skulum nú sjá hvað gerist. Það verður spennandi að fara inn í síðasta vetur þessarar ríkisstjórnar. Ég hlakka allavega til að fara að móta áherslur inn í framtíðina með mínu góða fólki.“ Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn eftir sumarleyfi fór fram í dag. Guðmundur telur að efnahags- og samgöngumál verði fyrirferðamikil í haust, þar á meðal samgönguáætlun og Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarstæðinu.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33