Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 07:45 Maduro, sem er lærisveinn Hugo Chávez, virðist hafa tryggt sér sex ár til viðbótar á forsetastóli. AP/Fernando Vergara Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. „Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Venesúela Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
„Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur.
Venesúela Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira