Rýna ekki frekar í þyrlubjörgun við Fljótavík Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 14:59 Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir ferðamanni sem var sagður veikur við Jökulfirði á þriðjudag. Hann reyndist ekki þurfa aðhlynningu þegar til Ísafjarðar var komið. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan ætlar ekki að rýna frekar í þyrluútkall til að sækja ferðamann við Fljótavík á norðanverðum Vestfjörðum umfram það sem hefðbundið er. Slökkviliðsstjóri á Ísafirði taldi björgun mannsins „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Gæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“ Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“
Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29