Rýna ekki frekar í þyrlubjörgun við Fljótavík Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 14:59 Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir ferðamanni sem var sagður veikur við Jökulfirði á þriðjudag. Hann reyndist ekki þurfa aðhlynningu þegar til Ísafjarðar var komið. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan ætlar ekki að rýna frekar í þyrluútkall til að sækja ferðamann við Fljótavík á norðanverðum Vestfjörðum umfram það sem hefðbundið er. Slökkviliðsstjóri á Ísafirði taldi björgun mannsins „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Gæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“ Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“
Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29