Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 15:19 Á myndbandinu má sjá hvernig ógnandi tilburðir árásarmannanna urðu að stórfelldri líkamsárás. Skjáskot Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon. Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon.
Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira