Siggi Kristins gítarleikari og bílaspekúlant er allur Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2024 11:02 Sigurður Kristinsson virðir fyrir sér vélknúið farartæki en þau léku í höndum hans. Facebook Sigurður Kristinsson, sem var meðal stofnmeðlima hinnar fornfrægu hljómsveitar Sniglabandsins, er allur. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. Sigurður var fæddur 7. desember 1964 og því 59 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Ting Zhou og tvö börn en úr fyrra sambandi átti hann þrjár dætur. Samúðarkveðjur hrannast inn á Facebook-vegg hans þar sem kostir hans eru tíundaðir en hann þótti einstaklega flinkur að eiga við bíla og svo var gítarleikurinn honum opin bók. Sigurður er upphaflega úr Eyjum, ólst upp í Mosfellsbæ en bjó undir það síðasta á Eyrarbakka. Stór og litríkur karakter Skúli Gautason skrifar fyrir hönd Sniglabandsins sérlega góð eftirmæli um þennan félaga sinn þar sem hann segir að Siggi Kristins, einn stofnfélagi Sniglabandsins hafi dáið í gær. Skúli Gautason segir að Sigurður hafi verið gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum. Hann lék með hljómsveitinni í upphafi, fyrst á trommur og þá á gítar. Skúli segir, í samtali við Vísi, hljóðheiminn hafa verið honum opin bók. „Siggi var stór og litríkur karakter. Sum uppátæki hans voru með algjörum ólíkindum og sögurnar ótrúlegar. Hann var gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum, það var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Innan skamms var hann búinn að afla sér allrar þekkingar og kominn í fremstu röð á viðkomandi sviði.“ Skúli nefnir að Siggi hafi verið ótrúlegur ökumaður og leikið listir sem enginn gat leikið eftir. „Hann var jákvæður og úrræðagóður. Einhverju sinni tók hann þátt í nokkurs konar útileikhússýningu sem var við hliðina á Skúlagötu 4. Þar var sett upp sena eins og úr amerískri glæpamynd, glæsipíur og einhverjir kallar með byssur – og þar var Siggi á Camaronum sínum spólandi í hringi. Nema hvað, þegar mest á reyndi slitnaði bensínbarkinn í bílnum. Nú voru góð ráð dýr en Siggi dó ekki ráðalaus. Kærastan hans var með eitthvert prjónadót í framsætinu, Siggi tók garnhnykil og festi í blöndunginn á bílnum, þræddi garnið inn um framrúðuna, batt um fingur sér og stjórnaði þannig bensíngjöfinni. The show must go on!“ Orðstír deyr aldreigi Í eftirmælunum kemur Skúli einnig inn á fræga för Sniglabandsins til Sovétríkjanna sálugu. „Þar átti hann hvern stórleikinn á fætur öðrum. Stundum kom fyrir að einhverjir heimamenn vildu etja kappi við hann í gítarleik og skoruðu hann á hólm í gítareinvígi, en því fór fjarri að nokkur hefði roð við honum. Andstæðingarnir voru bókstaflega jarðaðir svo jaðraði við niðurlægingu. Það var þó ekki í lundarfari Sigga að reyna að niðurlægja nokkurn mann, hann var alltaf jákvæður, hjálplegur og greiðvikinn.“ Sniglabandið í upphafi síns ferils. Að blanda saman tónlist og mótorhjólum var nokkuð sem hentaði Sigurði vel. Þá segir Skúli að Siggi hafi eitt sinn fengið vinnu við að aka steypubíl. „Hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði náð tökum á þeirri list að taka handbremsubeygju á steypubílnum og spóla síðan afturábak inn í stæðið. Svo óheppilega vildi til að þegar Siggi hafði fullkomnað þessa íþrótt og sýndi hana á planinu hjá steypufyrirtækinu, var forstjórinn að horfa á bílaplanið út um gluggann og sá aðfarirnar. Þar með var ferli Sigga lokið sem steypubílstjóri, en orðstír deyr aldreigi, hveim es sér góðan getr.“ Slingur á gítarinn svo af bar Í lagi sem hér fylgir má glöggt sjá hvers Sigurður var megnugur á gítarinn en lagið heitir „Járnið er kalt“. Það er eftir Valdimar Örn Flygenring, en textinn er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þarna er það Stefán Hilmarsson sem syngur, Bjarni Bragi Kjartansson leikur á bassa, Björgvin Ploder á trommur, Einar Rúnarsson á hljómborð og Skúli Gautason á gítar auk Sigga. Á Facebook-vegg Sigurðar kemur fram að efnt hafi verið til söfnunar vegna veikinda hans og nú þyngist róðurinn vegna fyrirséðra útgjalda vegna útfarar. Sædís Ósk Harðardóttir minnir á þetta og segir að ef allir leggjast á eitt sé hægt að hjálpa, en margt smátt gerir eitt stórt: „Hægt er að styrkja þau með því að leggja inn á þennan reikning hjá Ting Zhou: Kt 190788-4749 0189-26-008891” Andlát Tónlist Bílar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sigurður var fæddur 7. desember 1964 og því 59 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Ting Zhou og tvö börn en úr fyrra sambandi átti hann þrjár dætur. Samúðarkveðjur hrannast inn á Facebook-vegg hans þar sem kostir hans eru tíundaðir en hann þótti einstaklega flinkur að eiga við bíla og svo var gítarleikurinn honum opin bók. Sigurður er upphaflega úr Eyjum, ólst upp í Mosfellsbæ en bjó undir það síðasta á Eyrarbakka. Stór og litríkur karakter Skúli Gautason skrifar fyrir hönd Sniglabandsins sérlega góð eftirmæli um þennan félaga sinn þar sem hann segir að Siggi Kristins, einn stofnfélagi Sniglabandsins hafi dáið í gær. Skúli Gautason segir að Sigurður hafi verið gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum. Hann lék með hljómsveitinni í upphafi, fyrst á trommur og þá á gítar. Skúli segir, í samtali við Vísi, hljóðheiminn hafa verið honum opin bók. „Siggi var stór og litríkur karakter. Sum uppátæki hans voru með algjörum ólíkindum og sögurnar ótrúlegar. Hann var gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum, það var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Innan skamms var hann búinn að afla sér allrar þekkingar og kominn í fremstu röð á viðkomandi sviði.“ Skúli nefnir að Siggi hafi verið ótrúlegur ökumaður og leikið listir sem enginn gat leikið eftir. „Hann var jákvæður og úrræðagóður. Einhverju sinni tók hann þátt í nokkurs konar útileikhússýningu sem var við hliðina á Skúlagötu 4. Þar var sett upp sena eins og úr amerískri glæpamynd, glæsipíur og einhverjir kallar með byssur – og þar var Siggi á Camaronum sínum spólandi í hringi. Nema hvað, þegar mest á reyndi slitnaði bensínbarkinn í bílnum. Nú voru góð ráð dýr en Siggi dó ekki ráðalaus. Kærastan hans var með eitthvert prjónadót í framsætinu, Siggi tók garnhnykil og festi í blöndunginn á bílnum, þræddi garnið inn um framrúðuna, batt um fingur sér og stjórnaði þannig bensíngjöfinni. The show must go on!“ Orðstír deyr aldreigi Í eftirmælunum kemur Skúli einnig inn á fræga för Sniglabandsins til Sovétríkjanna sálugu. „Þar átti hann hvern stórleikinn á fætur öðrum. Stundum kom fyrir að einhverjir heimamenn vildu etja kappi við hann í gítarleik og skoruðu hann á hólm í gítareinvígi, en því fór fjarri að nokkur hefði roð við honum. Andstæðingarnir voru bókstaflega jarðaðir svo jaðraði við niðurlægingu. Það var þó ekki í lundarfari Sigga að reyna að niðurlægja nokkurn mann, hann var alltaf jákvæður, hjálplegur og greiðvikinn.“ Sniglabandið í upphafi síns ferils. Að blanda saman tónlist og mótorhjólum var nokkuð sem hentaði Sigurði vel. Þá segir Skúli að Siggi hafi eitt sinn fengið vinnu við að aka steypubíl. „Hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði náð tökum á þeirri list að taka handbremsubeygju á steypubílnum og spóla síðan afturábak inn í stæðið. Svo óheppilega vildi til að þegar Siggi hafði fullkomnað þessa íþrótt og sýndi hana á planinu hjá steypufyrirtækinu, var forstjórinn að horfa á bílaplanið út um gluggann og sá aðfarirnar. Þar með var ferli Sigga lokið sem steypubílstjóri, en orðstír deyr aldreigi, hveim es sér góðan getr.“ Slingur á gítarinn svo af bar Í lagi sem hér fylgir má glöggt sjá hvers Sigurður var megnugur á gítarinn en lagið heitir „Járnið er kalt“. Það er eftir Valdimar Örn Flygenring, en textinn er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Þarna er það Stefán Hilmarsson sem syngur, Bjarni Bragi Kjartansson leikur á bassa, Björgvin Ploder á trommur, Einar Rúnarsson á hljómborð og Skúli Gautason á gítar auk Sigga. Á Facebook-vegg Sigurðar kemur fram að efnt hafi verið til söfnunar vegna veikinda hans og nú þyngist róðurinn vegna fyrirséðra útgjalda vegna útfarar. Sædís Ósk Harðardóttir minnir á þetta og segir að ef allir leggjast á eitt sé hægt að hjálpa, en margt smátt gerir eitt stórt: „Hægt er að styrkja þau með því að leggja inn á þennan reikning hjá Ting Zhou: Kt 190788-4749 0189-26-008891”
Andlát Tónlist Bílar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira