Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 20:13 Kolbrún segir að umhverfið við Sævarhöfða sé mannskemmandi. Vísir/Vilhelm Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. „Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu?“ segir Kolbrún, en hún fjallaði um málið í aðsendri grein á Vísi í kvöld. Mannskemmandi umhverfi Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Kolbrún segir svæðið hafa átt að vera til bráðabirgða, eða að hámarki tólf vikur. Nú rétt tæpu ári síðar hafi enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Maður sem hefur þar yfirumsjón með húsinu við hliðina veiti þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn sé hinsvegar í sturtunum. Íbúar komist þar í rafmagn og greiði fyrir það. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við íbúa á svæðinu síðastliðið haust. Ekkert heitt vatn er í sturtunumAðsend „Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hefur úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið,“ segir Kolbrún. Hjólabúar hafi lengi þrýst á borgina að finna lausn, bæði til skemmri tíma og lengri. Þeim líði illa á svæðinu en geti hvergi farið. Hjólhýsin eru á planinu við Sævarhöfða.Vísir Hávaðamengun öllum tímum sólarhrings Formaður Samtaka hjólabúa sendi borgarstjórn erindi á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að hávaðamengun væri á svæðinu öllum tímum sólarhrings vegna umferðar og öðrum sem hafa aðstöðu á svæðinu. Umferðaráreitið komi í veg fyrir að íbúar geti verið úti í góðu veðri. Útsýni yfir iðnaðarsvæðið.Vísir Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, hafi fólkið verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið. Svo mikil séu lætin og höggin sem dynji á tækunum. Engin mokstur hafi verið á svæðinu í vetur. Brýnt að borgin skapi fullnægjandi aðstæður Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi frá árinu 2018 ítrekað reynt að vekja athygli á málefnum hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík hafi verið lögð fram í borgarráði. Þaðan hafi henni verið vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum. Fólkið fær afnot af aðstöðunni án endurgjalds.Vísir „Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar,“ segir Kolbrún. Í löndum sem við berum okkur saman við séu tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og láti vel að því. „Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi,“ segir Kolbrún, en að sumir velji að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Kolbrún krefst þess að borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvaða svæði geti hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum sé með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Erindið sem formaður Samtaka hjólabúa sendi til borgarstjórnar í heild sinni er svohljóðandi: „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“. Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
„Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu?“ segir Kolbrún, en hún fjallaði um málið í aðsendri grein á Vísi í kvöld. Mannskemmandi umhverfi Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Kolbrún segir svæðið hafa átt að vera til bráðabirgða, eða að hámarki tólf vikur. Nú rétt tæpu ári síðar hafi enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Maður sem hefur þar yfirumsjón með húsinu við hliðina veiti þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn sé hinsvegar í sturtunum. Íbúar komist þar í rafmagn og greiði fyrir það. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við íbúa á svæðinu síðastliðið haust. Ekkert heitt vatn er í sturtunumAðsend „Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hefur úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið,“ segir Kolbrún. Hjólabúar hafi lengi þrýst á borgina að finna lausn, bæði til skemmri tíma og lengri. Þeim líði illa á svæðinu en geti hvergi farið. Hjólhýsin eru á planinu við Sævarhöfða.Vísir Hávaðamengun öllum tímum sólarhrings Formaður Samtaka hjólabúa sendi borgarstjórn erindi á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að hávaðamengun væri á svæðinu öllum tímum sólarhrings vegna umferðar og öðrum sem hafa aðstöðu á svæðinu. Umferðaráreitið komi í veg fyrir að íbúar geti verið úti í góðu veðri. Útsýni yfir iðnaðarsvæðið.Vísir Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, hafi fólkið verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið. Svo mikil séu lætin og höggin sem dynji á tækunum. Engin mokstur hafi verið á svæðinu í vetur. Brýnt að borgin skapi fullnægjandi aðstæður Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi frá árinu 2018 ítrekað reynt að vekja athygli á málefnum hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík hafi verið lögð fram í borgarráði. Þaðan hafi henni verið vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum. Fólkið fær afnot af aðstöðunni án endurgjalds.Vísir „Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar,“ segir Kolbrún. Í löndum sem við berum okkur saman við séu tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og láti vel að því. „Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi,“ segir Kolbrún, en að sumir velji að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Kolbrún krefst þess að borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvaða svæði geti hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum sé með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Erindið sem formaður Samtaka hjólabúa sendi til borgarstjórnar í heild sinni er svohljóðandi: „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“.
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23