Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni en í fyrra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 10:31 Frjósemi hefur aldrei mælst minni á Íslandi frá því mælingar hófust. Getty Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar. Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar.
Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira