Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni en í fyrra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 10:31 Frjósemi hefur aldrei mælst minni á Íslandi frá því mælingar hófust. Getty Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar. Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar.
Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira