„Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2024 10:00 Patrik Gunnarsson gerði fjögurra ára samning við KV Kortrijk í Belgíu og væntir þess að vera aðalmarkmaður liðsins. KV Kortrijk Markvörðurinn Patrik Gunnarsson er genginn til liðs við belgíska félagið Kortrijk þar sem hann mun spila undir stjórn Freys Alexanderssonar. Hann kveður Noreg með söknuði en segir markmiðum sínum þar í landi náð og tímabært að taka næsta skref. Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni. „Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024 Væntir þess að vera fyrsti valkostur Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili. „Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“ Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið. „Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum. Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24 Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01 „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni. „Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“ First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024 Væntir þess að vera fyrsti valkostur Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili. „Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“ Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið. „Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum. Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24 Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01 „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma. 26. maí 2024 14:24
Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. 26. júní 2024 12:01
„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00