„Ég er ekki kraftaverkamaður“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2024 08:00 Freyr Alexandersson tókst hið ómögulega. Aftur. Isosport/Getty Images „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“ Belgíski boltinn Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Kortrijk bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í belgísku úrvalsdeildinni með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Um mikið afrek að ræða fyrir liðið og rós í hnappagat Freys sem tók við þjálfun Kortrijk í upphafi árs og var staðan þá mjög svört. Ertu kraftaverkamaður Freyr? „Nei. Ég er vinnusamur, heiðarlegur og duglegur,“ svarar Freyr. „Ég er ekki kraftaverkamaður. Ég er mjög stoltur af því sem ég hef náð að afreka, því sem að ég hef gert. Ég held ég kunni bara að vinna. Ég held það sé það sem ég er.“ Hefur ekki áhuga á frekari fallbaráttu Freyr er með samning hjá Kortrijk til ársins 2026 og hefur hann öll tromp á hendi sér. En er útséð með að hann verði áfram innan raða félagsins? „Ég á fund með stjórn félagsins í fyrramálið áður en ég held svo til Danmerkur,“ segir Freyr í viðtali sem tekið var í gær. Fundurinn mikilvægi því að fara eiga sér stað í dag. Freyr Alexandersson tók til hjá Kortrijk og hélt þeim uppi í úrvalsdeild, sem virtist útilokað er hann tók við starfinu.Getty/Nico Vereecken „Planið er að vera hér áfram en eðli málsins samkvæmt er nafn mitt heitt í Evrópu akkúrat núna. Ég átti fund með umboðsmanninum mínum áðan því ég hef haldið öllum þessum málum frá mér upp á síðkastið. Ég mun setjast niður með stjórn Kortrijk og er með mjög skýr skilaboð til þeirra varðandi það hvað ég vil gera hér. Þau skilaboð hafa verið skýr lengi. Ég vil að við göngum frá þeim málum svo við getum byggt ofan á þetta verkefni. Ef það er ekki gert þá verður liðið aftur í fallbaráttu. Ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum því að spýta í lófana ef við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðastliðna fimm mánuði.“ Þarf að hlusta þegar maður er bragð mánaðarins Freyr finnur fyrir áhuga á sínum kröftum. „Það er gott og gaman að fólk hafi áhuga á því sem að maður er að gera. Svo þarf maður bara að vinna vinnuna sína. Það sem á að gerast gerist bara. Ég er hins vegar mjög ánægður þar sem að ég er. Þetta er skemmtilegt verkefni hérna hjá Kortrijk. Mér þykir vænt um þetta félag og fólkið hér í kring. Það er fullt af tækifærum hérna. Í dag er ég þjálfari Kortrijk og einbeiti mér að því. En þegar að maður er bragð mánaðarins þá þarf maður allavegana að hlusta.“ Freyr tók við þjálfun Kortrijk í erfiðri stöðu í janúar.Kortrijk Getur ekki tekið annað svona ár Eftir að hafa háð fallbaráttuslagi og staðið uppi sem sigurvegari, bæði hjá Lyngby og nú Kortrijk, er Freyr kominn með nóg af þeirri baráttu. „Ég vil helst bara fá að komast úr þessum fallbaráttuslag núna. Ég get ekki tekið annað svona ár. Ég geng fram af mér. Ég hef prófað að vera í liði sem á að vinna titla. Ég gerði það á upphafsárum ferilsins sem þjálfari kvennaliðs Vals. Það var skemmtileg pressa sem að fylgdi því. Skemmtileg reynsla. Það tók líka á en á allt öðruvísi hátt. Í þeirri stöðu ertu alltaf að fá jákvæða orku inn í leikmannahópinn. Inn í þig sjálfan. Ég er alveg til í að fara takast á við eitthvað svoleiðis fljótlega aftur.“
Belgíski boltinn Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira