Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 12:06 Stjörnu-Sævar fór yfir spennandi rannsóknarverkefni sem má sjá á sveimi yfir Íslandi í formi loftbelgs. Vísir/Samsett Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi. Vísindi Geimurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira