Freista þess að koma í veg fyrir Eurovision með íbúakosningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 11:52 Nemo bar sigur úr býtum í ár með laginu The Code. epa/Andreas Hillergren Kristilegi íhaldsflokkurinn Eidgenössisch-Demokratische Union (EDU) hyggst freista þess að koma í veg fyrir að Eurovision fari fram í Sviss á næsta ári, með því að knýja fram íbúakosningar um fjárveitingar til þeirra borga sem vilja halda keppnina. Sviss sigraði Eurovision í ár með laginu The Code og borgaryfirvöld í Zurich, Genf, Basel og Bern hafa þegar lýst yfir áhuga á að hýsa keppnina. Leiðtogar EDU segja tónlistarhátíðina hins vegar ekkert annað en áróður, þar sem satanisma sé haldið á lofti. Mögulega er þarna verið að vísa óbeint til atriðis Írlands á þessu ári, þar sem djöful-líkur dansari fór mikinn og fimmstirning brá fyrir. „Ríki sem velur að hýsa ógeðslegt rusl af því tagi mun ekki hefja ímynd sína til vegs og virðingar heldur sýna fram á eigin vitsmunalegu hningnum,“ segir í færslu sem birtist á samfélagsmiðlum EDU í vikunni. EDU á aðeins einn þingmann á sambandsþinginu en hugmyndir þeirra um íbúakosningar til höfuðs Eurovion njóta stuðnings Fólksflokksins í sumum kantónum og Sambands svissneskra skattgreiðenda. Ungliðahreyfing Fólksflokksins hefur gagnrýnt upphafningu „þriðja kynsins“ og gyðingaandúð í tengslum við keppnina en þess ber að geta að Nemo, listamaðurinn sem flutti sigurlag Sviss, var fyrsti kynsegin einstaklingurinn til að vinna Eurovision. Vali milli borganna verður lokið fyrir ágústlok. Sviss Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Sviss sigraði Eurovision í ár með laginu The Code og borgaryfirvöld í Zurich, Genf, Basel og Bern hafa þegar lýst yfir áhuga á að hýsa keppnina. Leiðtogar EDU segja tónlistarhátíðina hins vegar ekkert annað en áróður, þar sem satanisma sé haldið á lofti. Mögulega er þarna verið að vísa óbeint til atriðis Írlands á þessu ári, þar sem djöful-líkur dansari fór mikinn og fimmstirning brá fyrir. „Ríki sem velur að hýsa ógeðslegt rusl af því tagi mun ekki hefja ímynd sína til vegs og virðingar heldur sýna fram á eigin vitsmunalegu hningnum,“ segir í færslu sem birtist á samfélagsmiðlum EDU í vikunni. EDU á aðeins einn þingmann á sambandsþinginu en hugmyndir þeirra um íbúakosningar til höfuðs Eurovion njóta stuðnings Fólksflokksins í sumum kantónum og Sambands svissneskra skattgreiðenda. Ungliðahreyfing Fólksflokksins hefur gagnrýnt upphafningu „þriðja kynsins“ og gyðingaandúð í tengslum við keppnina en þess ber að geta að Nemo, listamaðurinn sem flutti sigurlag Sviss, var fyrsti kynsegin einstaklingurinn til að vinna Eurovision. Vali milli borganna verður lokið fyrir ágústlok.
Sviss Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira