„Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júlí 2024 21:24 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á von á allt öðruvísi leik í næstu viku. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitaskuld svekktur að hafa ekki unnið Shamrock Rovers í fyrsta leik undankeppni Meistaradeildarinnar. Niðurstaðan markalaust jafntefli en heimamenn stýrðu spilinu stærstan hluta leiksins. „Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti