Henti barnungum „óþekkum“ sonum sínum í gólfið Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 16:00 Fjölskyldan átti heima í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átján mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, en þar af verða fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, vegna fjölda brota gegn konu og börnum. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir.
Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira