„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 10:43 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20