Dómarinn neitaði að taka í hönd leikmanns eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 07:00 Það er óhætt að segja að þeir Christian Pulisic og Kevin Ortega séu ekki miklir vinir. Getty/ Jamie Squire Dómari í leik Bandaríkjanna og Úrúgvæ í Suðurameríkukeppninni neitaði að taka í höndina á fyrirliða bandaríska landsliðsins eftir leikinn. Christian Pulisic, fyrirliði Bandaríkjamanna, rétti fram höndina til að þakka perúska dómaranum Kevin Ortega fyrir leikinn í leikslok en dómarinn neitaði að taka í höndina á honum. Það fylgir sögunni að það leit út fyrir að Pulisic hafi verið með einhverjar bendingar og meiningar úr fjarska áður en hann kom til dómarans og rétti fram höndina sína. Það gekk líka mikið á í samskiptum þeirra í leiknum sjálfum. Bandaríska liðið var mjög ósátt með dómgæsluna í leiknum sem liðið tapaði 1-0. Bandaríkjamenn komust þar með ekki upp úr sinum riðli og eru úr leik. Sama hvað gekk á í leiknum þá verður að það teljast afar sérstakt þegar dómarinn neitar að þakka leikmanni fyrir leikinn. Það hefur kannski oft verið á hinn veginn. „Í hreinskilni sagt: Ég var að sjá hluti sem ég hef aldrei séð áður. Ég trúði þessu ekki. Það er samt ekki ástæðan fyrir tapinu. Við erum ekki úr leik vegna dómgæslu,“ sagði Pulisic. „Í alvörunni samt. Ég var að sjá hluti dæmda þannig að ég vissi í raun ekki á hvað ég var að horfa á. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að dæma. Ég veit ekki hver þessi maður er og hann gaf mér enga útskýringu á einu eða neinu. Hann var að gera hluti sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Pulisic. „Hann vildi ekki einu sinni taka í höndina á mér. Það er eðlilegt,“ sagði Pulisic af kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Copa América Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Christian Pulisic, fyrirliði Bandaríkjamanna, rétti fram höndina til að þakka perúska dómaranum Kevin Ortega fyrir leikinn í leikslok en dómarinn neitaði að taka í höndina á honum. Það fylgir sögunni að það leit út fyrir að Pulisic hafi verið með einhverjar bendingar og meiningar úr fjarska áður en hann kom til dómarans og rétti fram höndina sína. Það gekk líka mikið á í samskiptum þeirra í leiknum sjálfum. Bandaríska liðið var mjög ósátt með dómgæsluna í leiknum sem liðið tapaði 1-0. Bandaríkjamenn komust þar með ekki upp úr sinum riðli og eru úr leik. Sama hvað gekk á í leiknum þá verður að það teljast afar sérstakt þegar dómarinn neitar að þakka leikmanni fyrir leikinn. Það hefur kannski oft verið á hinn veginn. „Í hreinskilni sagt: Ég var að sjá hluti sem ég hef aldrei séð áður. Ég trúði þessu ekki. Það er samt ekki ástæðan fyrir tapinu. Við erum ekki úr leik vegna dómgæslu,“ sagði Pulisic. „Í alvörunni samt. Ég var að sjá hluti dæmda þannig að ég vissi í raun ekki á hvað ég var að horfa á. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að dæma. Ég veit ekki hver þessi maður er og hann gaf mér enga útskýringu á einu eða neinu. Hann var að gera hluti sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Pulisic. „Hann vildi ekki einu sinni taka í höndina á mér. Það er eðlilegt,“ sagði Pulisic af kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Copa América Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira