Handtóku fjóra eftir að kókaín var sótt á pósthús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:08 Frá starfsstöð FedEx í Selhellu. Já.is Fjórir karlmenn og ein kona sæta ákæru fyrir innflutning á tveimur kílóum af kókaíni. Sá sem talinn er lykilmaður í málinu fékk minni spámenn til að sækja fíkniefnin fyrir sig en var að endingu handtekinn eins og sendlarnir. Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira