Metaðsókn erlendra ríkisborgara í framhalds- og háskólanám Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 10:11 Nemendum fækkaði um 601 á háskóla- og doktorsstigi í fyrra miðað við árið á undan. Vísir/Vilhelm Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að í fyrra hafi nemendum fækkað um 71 á framhaldsskólastigi og um 601 á háskóla- og doktorsstigi. Á sama tíma fjölgaði um 54 á viðbótarstigi þar sem er nám sem bætist ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Nemendum á framhalds- og háskólastigi hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2020, þegar rúmlega 46.300 nemendur stunduðu nám. Frétt Hagstofunnar. Í frétt Hagstofunnar kemur líka fram að alls hafi 94,8 prósent 16 ára nemenda verið skráðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2023 en hlutfallið var 95,4 prósent haustið 2022. Skólasóknarhlutfall 16 ára fór síðast undir 95 prósent haustið 2018. Lítið eitt fleiri 17 og 18 ára nemendur stunduðu nám haustið 2023 en haustið 2022. Þá kemur fram að alls hafi tæplega 19.900 karlar sótt nám og tæplega 23.600 konur. Körlum við nám fjölgaði um 36 frá fyrra ári (0,2 prósent) en konum fækkaði um 654 eða um 2,7 prósent. Karlar voru 54 prósent nemenda á framhaldsskólastigi, 74 prósent á viðbótarstigi og 35 prósent nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Langflestir voru íslenskir ríkisborgarar, eða 91,8 prósent nemenda á framhalds- og háskólastigi. Erlendir ríkisborgarar voru 8,2 prósent. Þetta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í námi ofan grunnskóla á Íslandi sem sést hefur í tölum Hagstofunnar. Hlutfallið var 7,4 prósent haustið 2022. Pólverjar eru fjölmennastir í hópi nemenda með erlent ríkisfang, rúmlega 600 talsins, en á þriðja hundrað nemenda eru frá Bandaríkjunum og lítið eitt færri frá Þýskalandi. Flestir stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2023, eða rúmlega 6.200 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, rúmlega 3.500 nemendur. Tæplega 2.900 stunduðu nám á sviði menntavísinda og rúmlega 2.300 lærðu hugvísindi og listir. Þá lögðu rúmlega 2.100 nemendur stund á raunvísindi, stærðfræði eða tölvunarfræði og tæplega 1.900 nemendur námu verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Tveir síðastnefndu flokkar náms eru oft kallaðir STEM og er í mörgum löndum lögð áhersla á að fjölga nemendum í þessum greinum. Nemendur í STEM greinum hafa verið 19 til 21 prósent háskólanemenda undanfarinn áratug á Íslandi, og voru 20,2 prósent háskólanema haustið 2023. Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þar kemur fram að í fyrra hafi nemendum fækkað um 71 á framhaldsskólastigi og um 601 á háskóla- og doktorsstigi. Á sama tíma fjölgaði um 54 á viðbótarstigi þar sem er nám sem bætist ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Nemendum á framhalds- og háskólastigi hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2020, þegar rúmlega 46.300 nemendur stunduðu nám. Frétt Hagstofunnar. Í frétt Hagstofunnar kemur líka fram að alls hafi 94,8 prósent 16 ára nemenda verið skráðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2023 en hlutfallið var 95,4 prósent haustið 2022. Skólasóknarhlutfall 16 ára fór síðast undir 95 prósent haustið 2018. Lítið eitt fleiri 17 og 18 ára nemendur stunduðu nám haustið 2023 en haustið 2022. Þá kemur fram að alls hafi tæplega 19.900 karlar sótt nám og tæplega 23.600 konur. Körlum við nám fjölgaði um 36 frá fyrra ári (0,2 prósent) en konum fækkaði um 654 eða um 2,7 prósent. Karlar voru 54 prósent nemenda á framhaldsskólastigi, 74 prósent á viðbótarstigi og 35 prósent nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Langflestir voru íslenskir ríkisborgarar, eða 91,8 prósent nemenda á framhalds- og háskólastigi. Erlendir ríkisborgarar voru 8,2 prósent. Þetta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í námi ofan grunnskóla á Íslandi sem sést hefur í tölum Hagstofunnar. Hlutfallið var 7,4 prósent haustið 2022. Pólverjar eru fjölmennastir í hópi nemenda með erlent ríkisfang, rúmlega 600 talsins, en á þriðja hundrað nemenda eru frá Bandaríkjunum og lítið eitt færri frá Þýskalandi. Flestir stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2023, eða rúmlega 6.200 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, rúmlega 3.500 nemendur. Tæplega 2.900 stunduðu nám á sviði menntavísinda og rúmlega 2.300 lærðu hugvísindi og listir. Þá lögðu rúmlega 2.100 nemendur stund á raunvísindi, stærðfræði eða tölvunarfræði og tæplega 1.900 nemendur námu verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Tveir síðastnefndu flokkar náms eru oft kallaðir STEM og er í mörgum löndum lögð áhersla á að fjölga nemendum í þessum greinum. Nemendur í STEM greinum hafa verið 19 til 21 prósent háskólanemenda undanfarinn áratug á Íslandi, og voru 20,2 prósent háskólanema haustið 2023.
Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira