Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2024 07:53 Cristiano Ronaldo undirbýr sig fyrir kveðjustund en hann er 39 ára gamall og hefur unnið næstum því allt sem fótboltinn hefur að bjóða. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Sjá meira
Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Sjá meira