Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 11:06 Hundruðir freista þess að gera góð kaup á spilum, myndasögum og bókum í dag. Vísir/Vilhelm Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. Spilasalurinn var tekinn undir útsöluvörurnar og greinilegt er að aðsókn fari fram úr vonum. Þess má geta að yfir þrettán hundruð manns meldu sig áhugasöm á viðburði Nexus á Facebook. Röð myndaðist út fyrir dyr þegar verslunin opnaði klukkan tíu í morgun.Vísir/Vilhelm Einn tilvonandi viðskiptavinur líkti stemningunni við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fer fram í roki og rigningu á sama tíma úti á Sjálandi. „Ég er myndasögulúði og vantar alltaf meira af bókum í safnið,“ segir hann. Hann segir sumarútsöluna vera fastur liður í dagatalinu hjá sér. Vísir/Vilhelm Mæðginin Hildur Margrétardóttir og Hafsteinn Snorri Jóhannsson freistu þess að gera góð kaup á svokölluðum Magic-spilum sem notuð eru til að spila samnefndan leik. „Ég kenndi henni á Magic núna fyrir tveim mánuðum og hún er núna örugglega búin að kaupa meira virði heldur en ég,“ segir Hafsteinn. Mæðginin Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Hildur Margrétardóttir komu til að stækka spilasafnið.Vísir/Vilhelm Nexus sérhæfir sig í myndasögum, borðspilum, bókum, í raun öllu sem tengist vísindaskáldskap og ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum og hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður þeirra með áhugamál á þessu sviði. Árni Reynir Hassell Guðmundsson starfsmaður í Nexus segir allt hafa gengið eins og smurt væri. Fréttamaður náði af honum tali þar sem hann stóð við innganginn og afhenti fólki armbönd svo það gæti sloppið við langar biðraðir. Árni segir allt hafa gengið smurt fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Skipulagið í dag er mjög gott. Númeraröðin virkar mjög vel og upplagið er alltaf að verða betra á útsölunni og ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta,“ segir hann. „Það eru mjög margir núna. 25 mínútur liðnar og gífurlegt magn. Yfir 200 sem hafa farið hérna í gegn,“ segir Árni. Reykjavík Borðspil Verslun Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Spilasalurinn var tekinn undir útsöluvörurnar og greinilegt er að aðsókn fari fram úr vonum. Þess má geta að yfir þrettán hundruð manns meldu sig áhugasöm á viðburði Nexus á Facebook. Röð myndaðist út fyrir dyr þegar verslunin opnaði klukkan tíu í morgun.Vísir/Vilhelm Einn tilvonandi viðskiptavinur líkti stemningunni við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fer fram í roki og rigningu á sama tíma úti á Sjálandi. „Ég er myndasögulúði og vantar alltaf meira af bókum í safnið,“ segir hann. Hann segir sumarútsöluna vera fastur liður í dagatalinu hjá sér. Vísir/Vilhelm Mæðginin Hildur Margrétardóttir og Hafsteinn Snorri Jóhannsson freistu þess að gera góð kaup á svokölluðum Magic-spilum sem notuð eru til að spila samnefndan leik. „Ég kenndi henni á Magic núna fyrir tveim mánuðum og hún er núna örugglega búin að kaupa meira virði heldur en ég,“ segir Hafsteinn. Mæðginin Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Hildur Margrétardóttir komu til að stækka spilasafnið.Vísir/Vilhelm Nexus sérhæfir sig í myndasögum, borðspilum, bókum, í raun öllu sem tengist vísindaskáldskap og ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum og hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður þeirra með áhugamál á þessu sviði. Árni Reynir Hassell Guðmundsson starfsmaður í Nexus segir allt hafa gengið eins og smurt væri. Fréttamaður náði af honum tali þar sem hann stóð við innganginn og afhenti fólki armbönd svo það gæti sloppið við langar biðraðir. Árni segir allt hafa gengið smurt fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Skipulagið í dag er mjög gott. Númeraröðin virkar mjög vel og upplagið er alltaf að verða betra á útsölunni og ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta,“ segir hann. „Það eru mjög margir núna. 25 mínútur liðnar og gífurlegt magn. Yfir 200 sem hafa farið hérna í gegn,“ segir Árni.
Reykjavík Borðspil Verslun Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira