Von á átján stiga hita á Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 06:42 Við Atlavík á Hallormsstað þar sem reikna má með fínu veðri í dag Vísir/Vilhelm Reikna má með því að landsmenn hristi höfuðið í sumum landshlutum í dag og haldi áfram að bíða eftir sumrinu. Þeir sem eru á Austurlandi gætu þó viljað hafa stuttbuxur og sólarvörn innan seilingar. Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig. Veður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig.
Veður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira