„Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2024 18:46 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Einar Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis gegn lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum en þetta geti grafið undan trausti milli lögreglu og borgara. Það að „doxa“, eða “documentera” á vondri íslensku, er hugtak sem stundum er notað í daglegu tali yfir það að safna og birta opinberlega persónuupplýsingar um fólk. Þetta á til að mynda við um nöfn, myndir, símanúmer, heimilisföng og jafnvel fjölskylduupplýsingar. Aðferðin er þekkt og ekki ný af nálinni, en fleiri dæmi um slíkt hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem háttseminni er beitt gegn lögreglumönnum. Þegar þessi háttsemi beinist gegn lögreglumönnum er það litið alvarlegum augum. „Við höfum fengið ábendingar til okkar hjá ríkislögreglustjóra að það er verið að birta persónuupplýsingar um lögreglumenn. Birta nöfn og myndir af þeim í tengslum við ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Kveikt í bíl lögreglumanns Þetta sé óheppilegt af ýmsum ástæðum, einkum fyrir lögreglumenn sem sinna viðkvæmum rannsóknum, og ekki síður hvað lýtur að persónulegu öryggi lögreglumanna. „Við fengum ábendingar um það, og nýlega meðal annars, að á samfélagsmiðlum hafa verið settar fram hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna,“ segir Þórhallur. Fréttastofu er meðal annars kunnugt um að slík mál hafi komið upp í framhaldi af mótmælum fyrir nokkrum vikum þegar lögregla beitti piparúða geng mótmælendum. Klippa: Hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna Þórhallur segir að oft sé um hótanir eða ögrun að ræða, en það hefur einnig gerst að eignaspjöllum sé beitt. „Það var kveikt í bíl hjá lögreglumanni fyrir utan heimili hans, það hafa verið unnin skemmdarverk á bifreið við heimili yfirmanns hjá lögreglu. Og það eru fleiri dæmi þar sem tilhneigingin virðist vera að sneiða nærri persónulegu öryggi lögreglumanna,“ segir Runólfur. „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum og annað og þetta er neikvæð þróun sem við erum að greina.“ Grefur undan trausti milli lögreglu og borgara Þetta geti leitt til þess að lögreglumenn grípi til ráðstafana til að vernda öryggi sitt. „Samband lögreglunnar við borgarana þarf að vera gegnsætt, opið og það þarf að vera traust þarna á milli. Og við teljum það vera neikvæða þróun ef að lögreglumenn þurfi að grípa til eigin ráðstafana til að tryggja sitt eigið persónulega öryggi með einhverjum ráðstöfunum, að fara innan gæsalappa „huldu höfði.“ Við höfum séð það á myndum að lögreglumenn hafa sett aðeins fyrir andlitið á sér. Þetta er neikvæð þróun hvað varðar samband lögreglu og borgara,“ útskýrir Runólfur. Með ráðstöfunum á borð við þær sem Runólfur lýsir sé lögregla ekki að reyna að fara huldu höfði í þeim tilgangi að komast upp með óþarfa valdbeitingu, heldur til þess að tryggja eigið öryggi. Sé tilgangurinn með birtingu persónuupplýsinga með einhverjum hætti sá að veita valdstjórninni aðhald, þá séu til betri leiðir til þess. Í því sambandi nefnir hann til að mynda bæði innra og ytra eftirlit með lögreglu, dómstóla, Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu. „Það er mikið eftirlit með því að lögreglumenn misbeiti ekki sínu valdi,“ segir Runólfur. „Það allt saman heilbrigt og eðlilegt og sjálfsagt og það er mikilvægt fyrir borgara landsins að vita hvar valdmörk lögreglunnar eru.“ Merkja aukningu í ofbeldi gegn lögreglu Hvort sem birting persónuupplýsinga beinist gegn lögreglu eða öðrum borgurum, þá sé tilgangurinn þar að baki yfirleitt ekki af hinu góða. „Í þessum fræðum sem að við höfum verið að kynna okkur þá er þetta oft gert í illskeyttum tilgangi, að birta persónuupplýsingar,“ segir Runólfur. Hann segir embættið greina neikvæða þróun hvað varðar starfsaðstæður lögreglu. Til að mynda sýni tölfræði yfir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu neikvæða þróun. „Það hafa veriðá bilinu hundrað til tvö hundruð mál áári. 2023 náði þetta tæplega tvö hundruð málum og hafa aldrei verið fleiri mál sem eru skráðþannig í málaskrárkerfi lögreglu,“ segir Runólfur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Það að „doxa“, eða “documentera” á vondri íslensku, er hugtak sem stundum er notað í daglegu tali yfir það að safna og birta opinberlega persónuupplýsingar um fólk. Þetta á til að mynda við um nöfn, myndir, símanúmer, heimilisföng og jafnvel fjölskylduupplýsingar. Aðferðin er þekkt og ekki ný af nálinni, en fleiri dæmi um slíkt hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem háttseminni er beitt gegn lögreglumönnum. Þegar þessi háttsemi beinist gegn lögreglumönnum er það litið alvarlegum augum. „Við höfum fengið ábendingar til okkar hjá ríkislögreglustjóra að það er verið að birta persónuupplýsingar um lögreglumenn. Birta nöfn og myndir af þeim í tengslum við ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Kveikt í bíl lögreglumanns Þetta sé óheppilegt af ýmsum ástæðum, einkum fyrir lögreglumenn sem sinna viðkvæmum rannsóknum, og ekki síður hvað lýtur að persónulegu öryggi lögreglumanna. „Við fengum ábendingar um það, og nýlega meðal annars, að á samfélagsmiðlum hafa verið settar fram hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna,“ segir Þórhallur. Fréttastofu er meðal annars kunnugt um að slík mál hafi komið upp í framhaldi af mótmælum fyrir nokkrum vikum þegar lögregla beitti piparúða geng mótmælendum. Klippa: Hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna Þórhallur segir að oft sé um hótanir eða ögrun að ræða, en það hefur einnig gerst að eignaspjöllum sé beitt. „Það var kveikt í bíl hjá lögreglumanni fyrir utan heimili hans, það hafa verið unnin skemmdarverk á bifreið við heimili yfirmanns hjá lögreglu. Og það eru fleiri dæmi þar sem tilhneigingin virðist vera að sneiða nærri persónulegu öryggi lögreglumanna,“ segir Runólfur. „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum og annað og þetta er neikvæð þróun sem við erum að greina.“ Grefur undan trausti milli lögreglu og borgara Þetta geti leitt til þess að lögreglumenn grípi til ráðstafana til að vernda öryggi sitt. „Samband lögreglunnar við borgarana þarf að vera gegnsætt, opið og það þarf að vera traust þarna á milli. Og við teljum það vera neikvæða þróun ef að lögreglumenn þurfi að grípa til eigin ráðstafana til að tryggja sitt eigið persónulega öryggi með einhverjum ráðstöfunum, að fara innan gæsalappa „huldu höfði.“ Við höfum séð það á myndum að lögreglumenn hafa sett aðeins fyrir andlitið á sér. Þetta er neikvæð þróun hvað varðar samband lögreglu og borgara,“ útskýrir Runólfur. Með ráðstöfunum á borð við þær sem Runólfur lýsir sé lögregla ekki að reyna að fara huldu höfði í þeim tilgangi að komast upp með óþarfa valdbeitingu, heldur til þess að tryggja eigið öryggi. Sé tilgangurinn með birtingu persónuupplýsinga með einhverjum hætti sá að veita valdstjórninni aðhald, þá séu til betri leiðir til þess. Í því sambandi nefnir hann til að mynda bæði innra og ytra eftirlit með lögreglu, dómstóla, Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu. „Það er mikið eftirlit með því að lögreglumenn misbeiti ekki sínu valdi,“ segir Runólfur. „Það allt saman heilbrigt og eðlilegt og sjálfsagt og það er mikilvægt fyrir borgara landsins að vita hvar valdmörk lögreglunnar eru.“ Merkja aukningu í ofbeldi gegn lögreglu Hvort sem birting persónuupplýsinga beinist gegn lögreglu eða öðrum borgurum, þá sé tilgangurinn þar að baki yfirleitt ekki af hinu góða. „Í þessum fræðum sem að við höfum verið að kynna okkur þá er þetta oft gert í illskeyttum tilgangi, að birta persónuupplýsingar,“ segir Runólfur. Hann segir embættið greina neikvæða þróun hvað varðar starfsaðstæður lögreglu. Til að mynda sýni tölfræði yfir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu neikvæða þróun. „Það hafa veriðá bilinu hundrað til tvö hundruð mál áári. 2023 náði þetta tæplega tvö hundruð málum og hafa aldrei verið fleiri mál sem eru skráðþannig í málaskrárkerfi lögreglu,“ segir Runólfur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira