Ómögulegt að vita hvað leynist í „brúnku-nefspreyjum“ sem seld eru á samfélagsmiðlum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. júní 2024 21:03 Fullyrt er í auglýsingunni að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk. Instagram Alvarlegum aukaverkunum hefur verið lýst í kjölfar notkunar á svokölluðum brúnku-nefspreyjum sem fullyrt er í auglýsingum að auki og viðhaldi sólbrúnku. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir skýrt í lögum að auglýsingar megi ekki vera villandi gagnvart neytendum. Sólbrúnka hefur löngum þótt eftirsóknarvert útlit, þrátt fyrir að síðustu ár hafi nokkuð dregið úr sólbrúnkuæðinu, ekki síst vegna aukins fjölda húðkrabbameinstilfella og tengsla þeirra við sólböð og ljósabekki. Síðustu misseri hafa þó borist fréttir af því að ungmenni hér á landi séu á ný að sækja í auknum mæli í ljósabekki og hafa húðlæknar lýst yfir áhyggjum. Á samfélagsmiðlum hafa að undanförnu sprottið upp auglýsingar um ósamþykkt brúnkuaukandi efni. Má þar helst nefna brúnku-nefsprey sem fullyrt er að sé það notað samhliða sólböðum eða ljósabekkjanotkun verði sólbrúnkan dýpri og endist lengur. Spreyin eru seld hér á landi og í auglýsingu á Instagram er því lýst að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í viku til tíu daga til að verða „sjúklega brúnn,“ eins og það er orðað. Fullyrt er í auglýsingum að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk.Instagram Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifaði grein á dögunum þar sem hún útskýrir að rík ástæða væri fyrir því að þessi svokölluðu „barbí-brúnkulyf“ eins og hún kallar þau, fáist ekki á hinum almenna markaði. Þar sem eftirlitið sé ekkert væri ómögulegt að vita hvað leynist í þeim. Virka efnið í brúnkuspreyinu heitir Melanotan II, en lítið er vitað um áhrif efnisins í lengri tíma. Aukaverkanir geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sýkingar og langvarandi sársaukafull standpína hjá körlum. Lára segir lífshættulegum einkennum einnig hafa verið lýst, svo sem brjóstverk, andnauð og krömpum. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, segir að málið verði tekið til skoðunar. Hún geti ekki tjáð sig efnislega einstök dæmi fyrr en það hefur verið gert. „En það á svosem við um auglýsingar á samfélagsmiðlum og hvar sem þær birtast, að þær mega ekki vera villandi gagnvart neytendum. Fyrirtæki þurfa að geta sannað það sem fram kemur.“ Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu.Vísir/Stefán Neytendastofa hafi ýmis úrræði ef fyrirtæki eða einstaklingar gerist sekir um brot á neytendalögum. „Það hefur til dæmis verið gert í tilfellum þar sem einhverjar vörur sem ekki eru lyf, en fullyrt var að hefðu einhverja virkni sem væri sambærileg lyfjum, þá hefur stofnunin hiklaust beitt sektum.“ Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Heilsa Tengdar fréttir Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sólbrúnka hefur löngum þótt eftirsóknarvert útlit, þrátt fyrir að síðustu ár hafi nokkuð dregið úr sólbrúnkuæðinu, ekki síst vegna aukins fjölda húðkrabbameinstilfella og tengsla þeirra við sólböð og ljósabekki. Síðustu misseri hafa þó borist fréttir af því að ungmenni hér á landi séu á ný að sækja í auknum mæli í ljósabekki og hafa húðlæknar lýst yfir áhyggjum. Á samfélagsmiðlum hafa að undanförnu sprottið upp auglýsingar um ósamþykkt brúnkuaukandi efni. Má þar helst nefna brúnku-nefsprey sem fullyrt er að sé það notað samhliða sólböðum eða ljósabekkjanotkun verði sólbrúnkan dýpri og endist lengur. Spreyin eru seld hér á landi og í auglýsingu á Instagram er því lýst að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í viku til tíu daga til að verða „sjúklega brúnn,“ eins og það er orðað. Fullyrt er í auglýsingum að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk.Instagram Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifaði grein á dögunum þar sem hún útskýrir að rík ástæða væri fyrir því að þessi svokölluðu „barbí-brúnkulyf“ eins og hún kallar þau, fáist ekki á hinum almenna markaði. Þar sem eftirlitið sé ekkert væri ómögulegt að vita hvað leynist í þeim. Virka efnið í brúnkuspreyinu heitir Melanotan II, en lítið er vitað um áhrif efnisins í lengri tíma. Aukaverkanir geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sýkingar og langvarandi sársaukafull standpína hjá körlum. Lára segir lífshættulegum einkennum einnig hafa verið lýst, svo sem brjóstverk, andnauð og krömpum. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, segir að málið verði tekið til skoðunar. Hún geti ekki tjáð sig efnislega einstök dæmi fyrr en það hefur verið gert. „En það á svosem við um auglýsingar á samfélagsmiðlum og hvar sem þær birtast, að þær mega ekki vera villandi gagnvart neytendum. Fyrirtæki þurfa að geta sannað það sem fram kemur.“ Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu.Vísir/Stefán Neytendastofa hafi ýmis úrræði ef fyrirtæki eða einstaklingar gerist sekir um brot á neytendalögum. „Það hefur til dæmis verið gert í tilfellum þar sem einhverjar vörur sem ekki eru lyf, en fullyrt var að hefðu einhverja virkni sem væri sambærileg lyfjum, þá hefur stofnunin hiklaust beitt sektum.“
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Heilsa Tengdar fréttir Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19
Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54
Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14