„Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 18:09 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi niðurstöður nýjustu könnunar Maskínu í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. „Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?