„Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 18:09 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi niðurstöður nýjustu könnunar Maskínu í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. „Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
„Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21